Gripla - 20.12.2012, Síða 271
269
hann höndum og rændu og rupluðu bú hans í Bjarkey. Loks er Bjarna
Marðarsonar getið í Hákonar sögu (Guðni jónsson 1957 3, 100), þar sem
hann tók þátt í fundi æðstu manna noregs í Björgvin árið 1223. Hann er
þar talinn meðal lögmanna, líklega á Hálogalandi (sbr. Munch 1852–1863
3, 654), en hefur einnig átt heimili í niðarósi. óvíst er hvenær hann dó.
ekki er vitað hverrar ættar Bjarni var, en öruggt er að hann hefur verið
stórættaður.47
Bjarni Marðarson hefur líklega verið um sextugt þegar snorri var í
niðarósi 1219–1220. Arnmæðlingatal og skyldleiki Rögnu við snorra gera
það líklegt að B-handrit Fagurskinnu megi rekja til handrits sem gert var
fyrir Bjarna Marðarson. nefna má nokkur dæmi sem styðja það að Bjarni,
og Ragna ef hún var þá á lífi, hafi verið heimildarmenn snorra. Það vekur
t.d. athygli hversu nákvæmlega er greint frá ýmsum atburðum þar sem
víðkunnur jónsson úr Bjarkey kemur við sögu. Má þar nefna frásögn-
ina af aftöku steigar-Þóris um 1095, þar sem tilgreind eru orðaskipti og
kveðskapur (íf 24, 23–28). einnig fall Magnúsar berfætts á írlandi, þar
sem víðkunnur er beinlínis borinn fyrir frásögninni (íf 24, 70).
í Morkinskinnu (íf 23, 206) segir: „ok um hans daga [Haralds harð-
ráða] váru Arnmæðlingar mestir lendra manna í nóregi fyrir sakir mægða
við konung, ok at þeim varð konunginum mest traust í öllum þeim
hlutum er hann varðaði.“ Þetta gæti bent til að höfundi Morkinskinnu
hafi verið í mun að styrkja stöðu ættarinnar í valdakerfi noregs um 1220.
Arnmæðlingatal í B-handriti Fagurskinnu þjónar sama tilgangi, og sömleiðis
uppfærsla þess eftir 1225.48
47 ekki er útilokað að Bjarni hafi á einhvern hátt tengst sigurði Hranasyni, sem
er aðalpersónan í Þinga sögu. Þeir voru a.m.k. báðir yfirstéttarmenn á Hálogalandi. í
Heimskringlu (íf 28, 233) kemur fram að sigurður Hranason var einn helsti ríkismaður í
noregi um 1103. nikolás sonur hans féll 1176. Hann átti bú í Öngli á Hálogalandi, þar sem
heitir á steig, en var oft í niðarósi og hafði „ráð öll fyrir býjarmönnum.“ (íf 28, 412–414).
48 Af Bjarna og Rögnu var komin Bjarkeyjarættin síðari, sem státaði af mestu valdamönnum í
noregi eftir 1280. Barnabarn þeirra hét erlingur ívarsson, lendur maður í Bjarkey, sem var
með Hákoni gamla í orkneyjum 1263. sonur hans, Bjarni erlingsson (~1250–1313) á Giska,
varð einn voldugasti maður landsins eftir fráfall Magnúsar lagabætis 1280. Annar sonur
erlings í Bjarkey var víðkunnur erlingsson, faðir erlings víðkunnssonar (~1292–1355) sem
varð ríkisstjóri eftir fráfall Hákonar háleggs 1319, og réði lengi mestu um stjórn landsins.
HÖfunDuR MORKINSKINNU oG FAGURSKINNU