Gripla - 20.12.2012, Page 273
271
hina breiðu frásögn þar sem margvíslegt laustengt efni tekið er með og
konungurinn er í aukahlutverki. Meðal þess er t.d. íslendingaþáttur um
Þórodd snorrason (íf 27, 255–261), hálfbróður Halldórs snorrasonar, sem
þáttur er af í Morkinskinnu.50 einnig má bera saman þáttinn af Þorgný
lögmanni og ólafi svíakonungi í Hkr.2 (íf 27, 111–117) og þáttinn af
sveinka steinarssyni og sigurði ullstreng, fulltrúa Magnúsar berfætts í
Morkinskinnu (íf 24, 29–38). Báðir þættirnir fjalla um höfðingja sem bjóða
konungi birginn. frásögnin er sviðsett með samtölum og ræðum, en hún
rís þó hærra í fyrrnefnda þættinum. sumt laustengda efnið virðist þjóna
þeim tilgangi að koma góðum vísum að.
í Hkr.3 (og Hkr.1) er fráögnin knappari. Þar ræður það sjónarmið
„að taka aldrei upp neitt, sem er ekki nátengt meginefni frásagnarinnar.“
(finnur jónsson 1893–1901 1, xxxv. Þýðing mín). Að þessu leyti er
Hkr.3 hliðstæð Fagurskinnu, báðar skera niður texta Morkinskinnu þó að
lengra sé gengið í Fsk.3. Diana Whaley segir að Fagurskinna beri svipuð
bókmenntaeinkenni og Heimskringla, með:
knöppum stíl, myndrænum lýsingum, hnyttnum tilsvörum, og að
forðast óviðkomandi og ótrúlegar frásagnir. Það er góð áminning
um að mörg skýrustu einkenni Heimskringlu voru tekin í arf en
ekki fundin upp af snorra. (Whaley 1991, 72. Þýðing mín).
sagt hefur verið um Fagurskinnu að stíllinn sé þar ójafn og markist mjög af
stíl heimildanna. engu að síður hafi höfundar Morkinskinnu og Fagurskinnu
báðir lagt mikið af mörkum til norrænnar konungasagnaritunar (jakobsen
et al. 1980, 41, 57). ekki er rúm hér fyrir frekari bókmenntagreiningu eða
samanburð á þessum þremur verkum.
12. samræmi við æviferil snorra
Gagnlegt getur verið að athuga hvernig það kemur heim við æviferil
snorra sturlusonar að hann sé höfundur Morkinskinnu og Fagurskinnu,
auk Heimskringlu. snorri fæddist um 1179; hann fór þriggja vetra gamall í
odda til jóns Loftssonar, dóttursonar Magnúsar berfætts, og ólst þar upp.
50 Þó að jonna Louis-jensen (Louis-jensen 1997) hafi velt upp tímabærum spurningum um
Ólafs sögu helga, þá er ekki þar með sagt að hún hafi haggað þeirri niðurstöðu að snorri sé
höfundur þess verks.
HÖfunDuR MORKINSKINNU oG FAGURSKINNU