Gripla - 20.12.2012, Page 275
273
ef við setjum Morkinskinnu og Fagurskinnu í þetta samhengi, þá er
þess fyrst að geta að ritunartími Morkinskinnu hefur út frá innri rökum
verið settur innan árabilsins 1217–1222. fyrri tímamörkin miðast við að
skúli er þar titlaður jarl, sem hann varð 1217. sá texti er að vísu undir lok
Haralds sögu harðráða (íf 23, 327) og getur auk þess hafa verið uppfærður
síðar. Ég tel því hugsanlegt að verkið sé hafið fyrr, sbr. það sem sagt er í 6.
kafla um að Odds þáttur Ófeigssonar gæti verið frá árinu 1216. Líklega hefur
a.m.k. fyrri hluti verksins legið fyrir þegar snorri fer til noregs sumarið
1218, en síðari hlutinn e.t.v. verið í drögum. snorri hefur sýnt þeim skúla
jarli og Hákoni konungi þetta rit sitt um noregskonunga og væntanlega
lesið úr því fyrir þá og nánustu hirðmenn þeirra. Þar hefur efni þess verið
rætt og ábendingar komið fram um æskilegar breytingar, jafnvel varpað
fram hugmynd að nýju verki, Fagurskinnu. Ráðgjafar Hákonar fara þess
á leit við snorra að hann taki saman Noregskonungatal frá Hálfdani svarta
til 1177, þegar Sverris saga tekur við. snorri var ekki í aðstöðu til að geta
hafnað slíkri beiðni.
fyrra árið í noregi fór að mestu í ferðalög og efnisöflun. M.a. fær
snorri að einhverju marki aðgang að skjalasafni konungs, auk þess sem
hann hefur leitað eftir munnlegum heimildum. síðari veturinn, 1219–1220,
þegar snorri var í Þrándheimi, hefur hann haft betra næði til ritstarfa. Þá
gæti hann hafa samið Fagurskinnu fyrir Hákon konung, eftir þeim heim-
ildum sem hann hafði þar aðgang að. Ráðgjafar Hákonar gefa ákveðin
fyrirmæli um hvernig verkið skuli vera, m.a. um að sleppa skuli íslenska
efninu úr Morkinskinnu og ýmsum frásögnum sem gátu varpað skugga á
feril konunganna. Bjarni Aðalbjarnarson (íf 26, xvii) telur að Fagurskinna
hafi verið rituð í allmiklum flýti, og að um val efnis og skipan þess hafi
höfundinum verið nokkuð mislagðar hendur.
snorri hefur líklega ekki náð að fella allt hið nýja efni sem hann fékk í
noregsförinni inn í Morkinskinnu fyrr en eftir heimkomu sína, 1220. Þá
tekur hann aftur til við söguna og lýkur henni í þeim stíl sem hann hafði
hugsað sér, þannig að hún væri áhugavert rit fyrir íslendinga. snorri virð-
ist ekki hafa verið alls kostar sáttur við hvers konar rit Fagurskinna varð.
Það gæti hafa kveikt með honum og skúla jarli þá hugmynd að taka saman
ítarlegan sagnabálk um noregskonunga frá upphafi til 1177, það sögurit
sem síðar varð Heimskringla. óvíst er hvernig því verki miðaði áfram. ein
elsta heimild um ritstörf snorra (Sturl 1, 342) segir að veturinn 1230–1231
HÖfunDuR MORKINSKINNU oG FAGURSKINNU