Gripla - 20.12.2012, Page 279
277
Ármann jakobsson (Ármann jakobsson 2002, 286) segir að Heims-
kringla og Morkinskinna séu ritaðar hvor undir sinni stefnu. Með því gefur
hann í skyn að höfundurinn geti ekki verið sá sami. en var snorri bund-
inn af einni stefnu? Ég hygg að Morkinskinna sé betri fulltrúi fyrir stefnu
snorra en Heimskringla, sem löguð er að stefnu og óskum norskra lesenda,
einkum skúla hertoga. og Fagurskinna er sniðin að óskum Hákonar kon-
ungs, auk þess sem hún er aðeins drög að Hkr. 1 og Hkr.2, og að mestu
útdráttur úr Morkinskinnu hvað Hkr.3 snertir.
í viðauka er tafla, þar sem borin eru saman þessi þrjú rit: Morkinskinna,
Fagurskinna og Heimskringla. Þar má sjá lengd texta og fjölda vísna í hverju
riti um sig.
14. Dróttkvæðasöfnun snorra og Skáldatalið
Hér á undan hefur komið fram að dróttkvæðaþekkingin, sem áður var talin
tengjast þremur rithöfundum, er að öllum líkindum fyrst og fremst bundin
við einn mann, snorra sturluson. Margt bendir til að snorri hafi tekið
verkefni sitt mjög vísindalegum tökum. Hann notar dróttkvæði sem heim-
ildir, á svipaðan hátt og sagnfræðingar nútímans nota skjöl, og leggur mat á
heimildargildi þeirra. Augljóst er að hann hefur haft aðgang að miklu drótt-
kvæðasafni. nær óhugsandi er að hann hafi kunnað öll kvæðin utanbókar,
þau hljóta að hafa verið til í handriti.55 enginn er líklegri en hann sjálfur til
að hafa látið taka safnið saman, leita uppi heimildarmenn og skrifa kvæðin
niður, ásamt söguefni sem fylgdi þeim. eitthvað var til ritað, t.d. í eldri
sögum. vísurnar í Morkinskinnu og Fagurskinnu benda til að söfnun kvæð-
anna hafi verið langt komin 1218, þegar snorri fer til noregs.56 ólíklegt er
að aðrir rithöfundar á tímum snorra hafi haft sambærilegt kvæðasafn undir
höndum. til þess að geta fullnýtt kvæðin sem heimildir finnur snorri að
hann þarf að ná fullum skilningi á skáldamálinu og bragfræðinni. í því
skyni tekur hann saman Snorra-Eddu. Að því loknu er honum ekkert að
vanbúnaði að takast á við ritun Morkinskinnu.
55 ólafur Halldórsson (ólafur Halldórsson 1979, 132–133) segir: „varla kemur til greina að
einn maður hafi haft allan þann kveðskap í kollinum; líklegra verður að teljast, að snorri
hafi haft safn af skrifuðum kvæðum, og e.t.v. hefur hann safnað kvæðum sjálfur og skrifað
þau upp.“
56 Þetta dróttkvæðasafn hefur verið hliðstætt Konungsbók eddukvæða, en mun stærra.
HÖfunDuR MORKINSKINNU oG FAGURSKINNU