Gripla - 20.12.2012, Side 290
GRIPLA288
2. eyðan í Konungsbók
konungsbók eddukvæða er ekki stórt handrit, 194 mm á hæð og 134 mm
á breidd, alls 45 blöð í sex kverum. fimm þeirra eru átta blöð en það aft-
asta fimm blöð. Ljóst er að eitt kver hefur einhverra hluta vegna verið
tekið úr handritinu og glatast og því er eyða á eftir 32v. Að öðru leyti er
bókin heil. sama rithönd er á handritinu, skýr og í samræmi við skrift
annarra íslenskra þrettándu aldar handrita, og það almennt talið skrifað
um 1270.2 Gustaf Lindblad (Lindblad 1954, 273–276), sem rannsakaði
vandlega málfar og stafsetningu handritsins, komst að þeirri niðurstöðu
að Konungsbók væri uppskrift tveggja kvæðasafna sem hvort um sig hefði
verið skrifað í fyrsta lagi um 1240. einnig taldi Lindblad að þessi tvö forrit
hefðu verið uppskriftir handrita sem líklega hefðu sjálf verið skrifuð á
árabilinu 1210–1240.
Margt er á huldu um sögu þessa merka handrits því að ekkert er vitað
með vissu um feril þess fyrr en Brynjólfur biskup sveinsson fékk það í
hendur, líklega árið 1643, en það ártal er letrað fremst ásamt tákni biskups.
vitað er að tveimur árum fyrr vissi Brynjólfur ekki af handritinu en margt
bendir til að bókin hafi verið á suðurnesjum áður en biskup fékk hana.
Hugsanlega hefur hún fylgt bændum eða almúgafólki því efni hennar, eða
bein skírskotun til þess, finnst ekki í ritmenningu fjórtándu aldar, auk
þess sem engar uppskriftir hennar hafa varðveist frá miðöldum. Það er
því ekki hægt að ganga að því vísu að hún hafi komið við hjá menntuðum
mönnum (vésteinn ólason 2001, xiii–xxxii). Þó eru vísbendingar til hins
gagnstæða og giskar stefán karlsson á, eftir rannsókn á ógreinilegri línu
á lokablaði handritsins, að hugsanlega hafi það verið skrifað á Þingeyrum
(stefán karlsson 1993, 243–244).
Á spássíu Konungsbókar er ritað nafnið Magnús eiríksson. Árið 1970
sýndu stefán karlsson og jonna Louis-jensen (stefán karlsson og Louis-
jensen 1970, 80–82) fram á að sá hljóti að vera Magnús eiríksson, lög-
réttumaður í njarðvík syðra. síðar fjallaði stefán (stefán karlsson 1986,
70–73) um hvernig bókin komst mögulega í eigu Magnúsar, sem annars
er óvíst. Árni Magnússon getur þess í minnisgrein, líklega frá 1697, að
2 Í inngangi að útgáfu Finns Jónssonar og Ludvig F.A. Wimmer (1891, v–lxxv) er rækileg
lýsing á útliti handritsins, skrift, stafagerð, böndum, bleki, spássíuskrifum, mislestri og
leiðréttingum skrifara.