Gripla - 20.12.2012, Page 300
GRIPLA298
í Landsbókasafni varðveita kvæðið utan Konungsbókar (sbr. töflu 2), og
hlýtur augljós náskyldleiki Lbs 1199 4to við P1–4 að vekja sérstaka athygli.
Það er í heild 220 blöð og samsett úr fjórum misgömlum handritum eða
handritabrotum. í því kemur fram að þau voru færð saman í eitt árið 1830
í flatey á Breiðafirði.
Sigurdrífumál standa í fremsta og elsta hluta handritsins, sem jafn framt
er meirihluti þess (132 blöð). Hann er skrifaður af tveimur óþekktum skrif-
urum, en séra ólafur sívertsen í flatey ritar einnig á talsvert yngri inn-
skotsblöð og fremst í handritið. stærstur hluti, þar með talin Sigurdrífumál,
er með sömu hendi, sem Páll eggert ólason taldi í handritaskrá sinni að
líktist hönd Hákonar ormssonar (Páll eggert ólason 1918, 468–469).
Hann var meðal annars alþingisskrifari 1641–1645 og tók við starfi ráðs-
manns skálholtsskóla að því loknu til átta ára. Páll eggert giskaði enn-
fremur á að Hákon hafi skrifað handritið skömmu eftir komu sína í
skálholt 1646, enda hafi það að líkindum veitt honum beinan aðgang
að fræðastarfsemi Brynjólfs biskups. ef rétt reyndist væri Lbs 1199 4to
sannar lega elsta varðveitta handrit síðustu vísna Sigurdrífumála og skálholt
staðfestur ritunarstaður þess. Því ber að hafna og byggir ályktun Páls
eggerts á veikum grunni. sé rithönd Sigurdrífumála í Lbs 1199 4to borin
saman við handrit sem með vissu geyma rithönd Hákonar sést að líkindin
eru lítil.9 samkennin virðast almenn í skriftarmenningu tímans og því létt-
væg í þessu samhengi. Á heildina litið er skrift allra handritanna fljótaskrift
þótt í Lbs 1199 4to bregði víða fyrir fornari léttiskriftareinkennum. Þannig
er t.d. hið svokallaða „hrútshauss-s“ algeng asta s-táknun Hákonar á meðan
„ſ“ og „s“ eru mun algengari hjá skrifara Lbs 1199 4to, þótt hrútshausnum
bregði vissulega fyrir. einnig má nefna r-táknun sem jafnan líkist „w“ hjá
Hákoni á meðan „ꞃ“ er skrifara Lbs 1199 4to tamast. Ekki er því hægt að
tengja Hákon ormsson, né annan skrifara í bili, við Lbs 1199 4to með
vissu.
Þótt ekki verði aldur þessa elsta hluta handritsins reiknaður út frá
Há koni mun hann þó yngri en frá 1649, enda geymir hann ritgerð um
byltingu Cromwells sem lýkur með frásögn af aftökum í maímánuði það
ár. talsverð léttiskriftareinkenni (beinir stafir, lítið tengt á milli stafa,
9 Til samanburðar var stuðst við AM 258 4to, AM 280 4to, AM 339 fol., brot úr JS 222 4to og
brot úr JS 143 4to. Um nánari samanburð skriftar, sjá Þórdísi Eddu Jóhannesdóttur 2011,
93–94.