Gripla - 20.12.2012, Síða 301
299
„bagga-f“, „e“ skýrt dregið) eru á Lbs 1199 4to, sem fyrr segir, og virðist
sem flestir lærðir menn skrifi fljótaskrift eftir miðja 17. öld og að um 1700
hafi hún verið orðin ráðandi (sbr. Björn k. Þórólfsson 1950, 30–33). flest
bendir til að AM 161 8vo sé yngra en Lbs 1199 4to og er talið ritað um
1700 (kålund 1889–1894, 2, 423). Má því af nokkru öryggi gera því skóna
að elsti hluti Lbs 1199 4to sé ekki mikið yngri en frá síðustu áratugum 17.
aldar, en ekkert útilokar að hann sé skrifaður stuttu eftir 1649.
efni þessa fyrsta og elsta hluta handritsins er aðallega eddukvæði
(Hávamál, Völuspá, Vafþrúðnismál, Sólarljóð) og efni úr Snorra-Eddu. Inn
á milli stendur annað efni, til að mynda gátur og fróðleikur um bragarhætti.
Sigurdrífumál eru á blöðum 80r–80v, og framan við þau Hugsvinnsmál
og kafli undir titlinum „nokkrar skynsamlegar spurningar og andsvör“.
Aftan kvæðisins fylgir ritgerð Björns á skarðsá í heild á sjö blöðum, en þar
á eftir Völuspá, Vafþrúðnismál og Sólarljóð (Páll eggert ólason 1918, 468–
469).
Ástæða þess að Sigurdrífumál í Lbs 1199 4to eiga skylt við P1–4 í rann-
sókn jóns verður ljós þegar nánari grein er gerð fyrir ólíkri efnislegri
varðveislu kvæðisins, eins og nú skal gert og yfirlit sýnir í töflu 3.
varðveisla Lbs 1199 4to og AM 161 8vo sýnir að Sigurdrífumál voru
skrifuð upp án drjúgs hluta kvæðisins, þótt að í AM 161 8vo sé honum
vissulega bætt aftan við það. Hlýtur þetta að skýrast af sameiginlegu
forriti. úrfellingin hefur ekki efnislega áhrif á skilning og samhengi
kvæðisins þar sem hún nær til millitexta um uppruna rúna á milli rúnatals
og heilræða. elizabeth jackson (jackson 1994, 43) bendir á að Sigurdrífumál
séu samsett úr þrenns konar „upptalningu“ (list) þegar fjórum fyrstu
erindum þess og lausamáli sleppir. Þær séu skýrt aðgreindar, bæði efnislega
og að byggingu. fyrsta sé rúnatal með reglulegum endurtekningum, önnur
fjalli um uppruna þeirra með stuttum atriðum í málfræðilegum hliðstæðum
(grammatically parallel series),10 en sú þriðja séu vandlega niðurnjörvuð
heilræði með tölusetningum. textinn sem vantar í Lbs 1199 4to og AM
161 8vo samsvarar miðhliðstæðunni.
sem fyrr segir er saga sigurðar og sigurdrífu aukaatriði í Sigurdrífu-
málum stökum, og úrfellingin rennir frekari stoðum undir fræðilegt
samhengi þeirra á 17. öld. forrit beggja handrita virðist því hafa haft skýran
10 Í þessum hluta kvæðisins má t.d. glöggt sjá á uppsetningu í útgáfum hvernig það breytist í
útliti og þar með hrynjandi í upplestri.
SIGURDRÍFUMÁL oG eyÐAn í KONUNGSBÓK