Gripla - 20.12.2012, Síða 306
GRIPLA304
6. sérstaða Lbs 1199 4to
Lbs 1199 4to er í þessari rannsókn fært efst í stemma varðveittra pappírs-
handrita og talið skyldara konungsbókartexta en texti annarra handrita.
sú skoðun byggir aðallega á stafsetningu handritsins, en áður er þó vert að
gaumgæfa tvo veigamikla leshætti sem vert er að geta áður en gerð er grein
fyrir stafsetningareinkennum. fyrst ber að nefna vísuorðin í 23/3:
K, Lbs 1199 4to] AM 738 4to, Holm papp. 64 fol., AM 149 8vo, AM
161 8vo
23/3 grimmar simar] grunar siniar.
vísuorðin eru því mislesin í öllum 17. aldar handritunum nema Lbs
1199 4to. í 13. vísu er það einnig sér á báti:
K, Lbs 1199 4to, (AM 161 8vo)] AM 738 4to, Holm papp. 64 fol.,
AM 149 8vo, (AM 161 8vo)
13/3 geðsvinnari] geðhoskari.
Breytinguna má rekja til Völsunga sögu, enda hefst hér sá kafli kvæðisins
sem felldur er út í Lbs 1199 4to en skrifaður er eftir Völsunga sögu í AM 738
4to, Holm papp. 64 fol. og AM 149 8vo, auk viðbóta AM 161 8vo. orðið
kemur raunar tvisvar fyrir í AM 161 8vo því að fyrri hluta kvæðisins lýkur
í miðju orði, „geðsvin“, en viðbætur hafa „geðhoskari“.
stafsetningareinkenni sem augljóslega eru ættuð úr eldra forriti miðað
við málstig 17. aldar eru sjaldséð en finnast þó, sérstaklega í Lbs 1199
4to. Má hér rekja veigamestu tilvikin, og tæpa á aldri og eðli þeirra
málbreytinga sem stafsetningin endurspeglar (eða endurspeglar ekki), og
gefa þannig mynd af málstigi skrifara 17. aldar andspænis málstigi skrifara
Konungsbókar. um þau 17. aldar handrit sem hér eru undir má almennt
segja að skrifarar þeirra séu trúir eigin málstigi og hirði lítt um stafsetn-
ingarfyrningu. Því má draga þá ályktun að forn stafsetningareinkenni vitni
um forrit.
(1) í fimmtu vísu Sigurdrífumála í Konungsbók stendur orðmyndin
„fǫri“, af sögninni fǿra. Afkringing ǿ og samfall þess við hófst um miðbik
13. aldar og notkun eldri ǿ-tákna fjarar út á 14. öld; um 1400 er æ orðið
algengasta táknið fyrir samfallshljóðið (stefán karlssson 1989, 7, 35; Bandle
1956, 79; Lindblad 1954, 146–148). Á 17. öld er því ljóslega fornlegt að
tákna það hljóð sem orðið er að tvíhljóðinu [ai] með tákni fyrir kringt ein-
hljóð, sem er raunin í bæði Lbs 1199 4to („fore“) og AM 161 8vo („føri“).