Gripla - 20.12.2012, Page 346
GRIPLA344
Öld Fjöldi
lesmálsorða
Fjöldi
setninga
Á 1000
lesmálsorð
Á 100
setningar
12. öld 45.310 2.291 0,77 1,53
13. öld 120.842 9.283 0,84 1,10
14. öld 104.742 9.000 1,27 1,48
15. öld 105.502 9.663 2,66 2,91
16. öld 89.197 5.944 1,61 2,42
17. öld 127.412 8.342 2,24 3,42
18. öld 108.384 6.212 1,98 3,46
19. öld 124.068 9.439 1,06 1,39
20. öld 125.155 9.785 1,15 1,47
21. öld 43.102 3.005 1,11 1,57
Tafla 2: Hlutfall dæma um einn af fjölda lesmálsorða og setninga eftir öldum
í töflu 2 kemur fram samanlagður fjöldi lesmálsorða og setninga í textum
frá hverri öld. síðan er reiknaður út fjöldi dæma um einn á hver 1.000
lesmálsorð, og á hverjar 100 setn ingar. eins og sjá má hækka tölurnar
mjög mikið á 15. öld og haldast háar næstu þrjár aldir. Á 19. öld verður tals-
verð lækkun, og enn meiri á þeirri 20. Reyndar hækka tölurnar aftur á 21.
öldinni en þar er aðeins um tvo texta að ræða og óvarlegt að draga miklar
ályktanir af þeim.
Það er líka hægt að skipta textunum niður á annan hátt. í töflu 3 eru
nokkrar aldir teknar saman og skipt í þrjá hópa – 12.–14. öld, 15.–18. öld,
og 19.–21. öld.
Öld Fjöldi
lesmálsorða
Fjöldi
setninga
Á 1000
lesmálsorð
Á 100
setningar
12.–14. 295.833 22.898 1,08 1,39
15.–18. 405.556 27.837 2,16 3,15
19.–21. 292.355 22.279 1,10 1,45
Tafla 3: Hlutfall dæma um einn af fjölda lesmálsorða og setninga eftir tímabilum.