Gripla - 20.12.2012, Page 350
GRIPLA348
7. Lokaorð
í þessari grein hefur verið sagt frá aðdragandanum að gerð Sögulega
íslenska trjá bankans, efniviði bankans og greiningaraðferð. enn fremur
var vinnunni við smíði bankans lýst og sýnt dæmi um hvernig hann má
nota til athugana á setningafræði legum breytingum. eins og fram kom í
inngangi teljum við að bankinn sé óvenjulegt verk fyrir ýmissa hluta sakir.
Mikilvægast er að þar komu saman fræðimenn úr mis munandi greinum og
með ólík áhugasvið, sem áttuðu sig á gildi þess að sameina kraft a sína við
gerð mikilvægs gagnasafns sem þjónar tvennum tilgangi.
eins og fram kom í upphafi á bankinn annars vegar að vera tæki til
rannsókna á íslenskri setningafræði, bæði samtímalegri og sögulegri, og
hins vegar tól til þróunar ýmiss konar máltæknibúnaðar, s.s. villuleitar-
forrita, þýðingarforrita, leitarforrita o.fl. Hann hefur þegar sannað gildi sitt
til setningafræðirannsókna eins og fram hefur komið, en enn sem komið
er hefur hann ekki verið nýttur í síðarnefnda tilgangnum. við erum þó
ekki í vafa um að þar getur hann komið að góðu gagni. í honum eru hátt í
300 þúsund lesmálsorð sem kalla má nútímamál – textar frá 19., 20. og 21.
öld – og það er meira en nóg til að þjálfa tölfræðilegan þáttara til vélrænnar
setningagreiningar.
Að lokum leggjum við áherslu á mikilvægi þess að trjábankinn sé algerlega
opinn og ókeypis og dreift með opnum leyfum. Þetta er sérstaklega mikil-
vægt í tungumálum eins og íslensku vegna þess að uppbygging málfanga
er dýr en mannafli og fé af skornum skammti, og því ber að forðast
tvíverknað. við vonum að aðrir fræði menn fylgi þessu fordæmi og opni
aðgang að gögnum sínum og niðurstöðum eftir því sem kostur er. Það er
allra hagur.
HeIMILDIR
Anton karl Ingason, einar freyr sigurðsson og joel Wallenberg. 2011. „Dis-
tinguish ing Change and stability: a Quantitative study of Icelandic oblique
subjects.“ erindi flutt á DiGs 13, university of Pennsylvania, Phil adelphia, 3.
júní.
Anton karl Ingason, einar freyr sigurðsson og joel Wallenberg. 2012. „Antisocial
syntax. Disentangling the Icelandic vo/ov Parameter and its Lexical Re-
mains.“ erindi flutt á DiGs 14, Lissabon, 6. júlí.