Gripla - 20.12.2012, Page 355
353
Gí sLI BALDuR RóBeRtsson
vAnskRÁÐ
snÆfjALLAstRAnDARHAnDRIt
í sAfnI tHotts GReIfA
Í grein um bJarna Jónsson lögbókarskrifara á snæfjallaströnd sem
birtist í Griplu 21 (2010) vék ég að föður hans, séra jóni Þorleifssyni á stað
á snæfjöllum, og aðkomu hans að skjala- og bókagerð. Þá var mér ein-
ungis kunnugt um eitt handrit úr smiðju hans en það er Snæfjallagrallarinn
frá 1601, sem í ofanálag er löngu glataður. Hann var í höndum Árna
Magnússonar handritasafnara í byrjun 18. aldar sem lýsti honum allræki-
lega. fylgjast má með hnignun hans og hrörnun í gegnum aldirnar í
vísi tasíubókum biskupa og prófasta uns hann verður afskiptaleysi snæ-
fjallapresta endanlega að bráð. í greininni er bent á tvö frumbréf þar sem
séra jón kemur við sögu og að hann sé hugsanlega skrifari að öðru þeirra,
en harmaður skortur á samanburðarefni til að skera úr um það.1 nú hefur
hins vegar orðið á vegi mínum handrit sem allt bendir til að sé skrifað af
séra jóni og er það mikil harmabót.
Handritið er varðveitt á handritadeild konungsbókhlöðunnar í kaup-
mannahöfn og ber safnmarkið thott 25 4to. Það inniheldur guðspjöllin
fjögur – Mattheus, Markús, Lúkas og jóhannes – og Postulasöguna, þ.e.
fimm fyrstu bækur Nýja testamentisins. Handritinu var lýst af kristian
kålund, bókaverði Árnasafns, í skrá yfir fornnorsk og íslensk handrit, m.a.
í konungsbókhlöðu, sem kom út árið 1900. við skráargerð sína hafði hann
til hliðsjónar óprentaða skrá jóns Þorkelssonar, síðar þjóð skjalavarðar, frá
1886–1889 sem varðveitt er í AM 1062 4to. Þeir eru nokkuð samstiga í
lýsingu sinni á handritinu sem er úr skinni og er 112 blöð. kålund bætir þó
við upplýsingum um stærð handritsins, sem er 22,3 x 15,3 cm, að verso-hlið
aftasta blaðsins sé óskrifuð og að á neðri spássíu handritsins sé arkatal. jón
getur þess ennfremur að handritið sé bundið í „... vælsk bind (fr. vij) ...“
1 Gísli Baldur Róbertsson, „nýtt af Bjarna jónssyni lögbókarskrifara á snæfjallaströnd,“
Gripla 21 (2010): 356–357, 359–364.
Gripla XXIII (2012): 353–366.