Gripla - 20.12.2012, Page 357
355
en kålund minnist ekki á það. í niðurlagi uppskriftarinnar stendur: „voru
þessar fimm bækur hins nýja testamentis skrifaðar á snjáfjöllum og end-
aðar þann 7. dag februarii Anno domini 1599.“2 samkvæmt minnisgreinum
Árna varðandi Snæfjallagrallarann stóð undir titli á fremsta blaði: „skrifuð
á snjáfjöllum anno Domini 1601 I.t.“3
Hægt er að bæta örlítið við þessa lýsingu. efst á kili handritsins má
sjá stafina f og R fellda saman í einn, þar fyrir ofan er kóróna en undir
stendur: „vII“. Band handritsins er því frá stjórnartíð friðriks vII., þ.e. frá
1848–1863. óvíst er hvort skipt hefur verið um band eða handritið verið
óbundið áður, en af ystu blöðum þess að dæma er ólíklegt að það hafi verið
í eldra bandi. Hins vegar hefur handritið verið skorið við bókband því að
texti hefur sums staðar verið skorinn burt, bæði við efri og ytri spássíu.
Alfræðirit um bókfræði skilgreinir „vælskbind“ sem heiti á „dybfalset
Halvbind med Ryg og Hjørner af faareskind; oprindelig anvendtes lyst
ufarvet faareskind, som i karakter kunne minde om italiensk (››vælsk‹‹)
Pergament.“4 í íslensku riti um bókband segir ennfremur: „Velskt band
(ítalskt band). Helztu einkenni: slétt skinn á kili og hornum, djúpur fals,
mislitur pappír á spjöldum, bækurnar brúnaskornar, gylling á kili.“5
Handritið var ekki blaðmerkt í upphafi en skrifari þess arkamerkti
það að fyrirmynd prentaðra bóka frá sama tíma. Það var á hinn bóginn
blaðmerkt með penna á 19. öld (e.t.v. þegar bókin var bundin inn), en
heldur óreglulega og einungis á blöðum 40, 60, 80, 100 og 112. Því miður
hefur handritavörður sá fipast við verkið og hlaupið yfir bl. 80 þannig
að bl. 112 er í raun bl. 113; blöðin eru því einu fleiri en skrár þeirra jóns
Þorkelssonar og kålunds segja til um. Handritið var að lokum blaðmerkt í
2 Katalog over de oldnorsk-islandske håndskrifter i Det store kongelige bibliotek og i Universi-
tetsbiblioteket (udenfor den Arnamagnæanske samling). Samt den Arnamagnæanske samlings
tilvækst 1894–99, útg. kristian kålund (kaupmannahöfn: Gyldendalske boghandel, 1900),
327; AM 1062 4to, 328r–v.
3 AM Apograf. Dipl. Isl. II, 4. Apógraf nr. 2354, sbr. Diplomatarium Islandicum. Íslenzkt
fornbréfasafn, sem hefir inni að halda bréf og gjörninga, dóma og máldaga, og aðrar skrár, er
snerta Ísland eða íslenzka menn 8. 1261–1512, útg. jón Þorkelsson (Reykjavík: Hið íslenzka
bókmentafélag, 1906–1913), 453. Þess má geta að apógraf nr. 2354 er ekki með hendi Árna
Magnússonar heldur skrifara hans.
4 Nordisk leksikon for bogvæsen 2, ritstj. Palle Birkelund et al. (kaupmannahöfn: nyt nordisk
forlag Arnold Busck, 1962), 519.
5 Guðmundur frímann, Kennslubók í bókbandi og smíðum (Reykjavík: Bókaútgáfa Menningar-
sjóðs, 1955), 14.
vAnskRÁÐ snÆfjALLAstRAnDARHAnDRIt