Gripla - 20.12.2012, Page 359
357
heild með blýanti á 20. öld að skrá kålunds útgefinni og er þeirri merkingu
fylgt hér. Því má bæta við að á milli bl. 22 og 23 vantar aftan við 26. kafla
og mestan hluta 27. kafla Mattheusarguðspjalls, sem er um 8½ prentsíða í
Nýja testamenti odds Gottskálkssonar. Að öðru leyti er erfitt að átta sig á
kveraskiptingu handritsins vegna þess hversu þéttbundið það er.
kålund nefnir ekki þann möguleika að séra jón Þorleifsson á stað á
snæfjöllum hafi skrifað thott 25 4to. jón Þorkelsson segir hins vegar
í sinni skrá: „Håndskr. er skr. i året 1599 på snæfjallastrand (af jón
Þorleifsson?).“6 Þessi ályktun jóns á fyllilega rétt á sér og byggir sjálfsagt
á fyrstu útgáfu Presta tals og prófasta eftir séra svein níelsson sem út kom
í kaupmannahöfn árið 1869. Þar segir að séra jón Þorleifsson hafi verið
prestur á stað á snæfjallaströnd 1588–1629.7 kålund hefði að ósekju mátt
láta þessa réttmætu ályktun fljóta með í handritaskrá sinni því að án hennar
ratar séra jón ekki í nafnaskrá. Þar sem staðanafnaskrá fylgir handrita-
skránni ekki heldur virðist eina leiðin til þess að hafa upp á handritinu vera
að hnjóta um það í meginskránni, eins og hér átti sér stað.
Handritið kemur úr handritasafni otto thotts greifa (1703–1785),
áhrifamikils embættismanns innan danska stjórnkerfisins og stórtæks safn-
ara bóka og handrita. Bókasafn hans samanstóð af um 140.000 númerum
eða 200.000 titlum en þar af voru u.þ.b. 6000 bækur prentaðar fyrir 1530.
Handritasafn thotts, sem hann ánafnaði konungsbókhlöðu ásamt forn-
prentinu, taldi hins vegar rúmlega 4000 númer.8 skrá yfir handritasafnið
6 AM 1062 4to, 328r. varðandi skrá jóns Þorkelssonar, sjá Katalog over de oldnorsk-islandske
håndskrifter, i.
7 sveinn níelsson, Presta tal og prófasta á Íslandi (kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmenta-
félag, 1869), 132.
8 Dansk biografisk leksikon 14, ritstj. sv. Cedergreen Bech, 3. útg. (kaupmannahöfn:
Gyldendal, 1983), 558–560. varðandi bókasafn thotts, sjá Palle Birkelund, „Det thottske
biblioteks sidste dage,“ Fra de gamle bøgers verden. Festskrift fra en kreds af husets venner,
udsendt i anledning af firmaet Herman H. J. Lynge & søns 100-aarige bestaaen som videnskabeligt
antikvariat 1853–1953 (Kaupmannahöfn: Herman H. J. Lynge & Søn, 1953), 83–110;
Harald Ilsøe, „Hvordan så otto thotts bøger ud?“ Fund og forskning 35 (1996): 65–94;
stig t. Rasmussen, „otto thotts orientalske håndskrifter identificeret på grundlag af det
kgl. biblioteks arkiv e 63,“ Fund og forskning 37 (1998): 299–324; Harald Ilsøe, Biblioteker
til salg. Om danske bogauktioner og kataloger 1661–1811, Danish humanist texts and studies
31 (kaupmannahöfn: Det kongelige bibliotek/Museum tusculanums forlag, 2007),
206–208. í samtíningshandriti með hendi steingríms jónssonar, handritasafnara og síðar
biskups, sem talið er vera frá því um 1800, er eftirfarandi lýsing á bókasafni thotts: „Grev
thotts bibliothek voru 150.000 volumina. Bibliothekið var með mjóum gang endilöngum,
48 kamersum, sínum 24 til hvorrar hliðar, með 12 hillum, hvörri upp af annari, neðstir
vAnskRÁÐ snÆfjALLAstRAnDARHAnDRIt