Gripla - 20.12.2012, Síða 360
GRIPLA358
var prentuð eftir að það barst konungsbókhlöðu. Því miður er hún afar
fátæk af bókfræðilegum upplýsingum og á titilblaði stendur aðeins: „Index
Codicum Manuscriptorum“. skráin var prentuð 1795 og er vafalaust
sama skrá og Rasmus nyerup, aðstoðarmaður við konungsbókhlöðu, og
samverkamenn hans tóku saman og víst er að lá fyrir í júní 1786. í skránni
er handritum raðað fyrst eftir broti en síðan efni. um thott 25 4to, undir
guðfræði, segir: „25. De 4 evangelister og Apostlernes Gierninger paa
Islandsk, skreven paa Pergament, 1599.“ Þessi færsla hefur verið notuð
þegar handritið var bundið inn en á kilinum stendur gylltum stöfum:
„Quatnor evangelia et Acta Apost. islandice. 1599. Cod. membran.“9
í skrá kålunds eru 222 handrit ættuð úr safni thotts, en því miður er
hvorki ljóst hvenær, hvaðan né hvernig hann eignaðist umrætt handrit.
Handrit sem ekki voru skrifuð sérstaklega fyrir hann af íslenskum skrif-
urum í kaupmannahöfn, eða voru keypt á uppboðum dánarbúa danskra
bóka- og handritasafnara, bárust væntanlega frá kunningjum á íslandi.
Þannig sendi skúli Magnússon landfógeti honum t.d. handrit Sæmundar-
Eddu með bréfi 1770.10
foliantar, svo qvartistar, so octavistar etc. Allt grænt innan með gylltum listum. f.“ Lbs
139 8vo, án blaðmerkingar en er á bl. 13r (bls. 25). Bókasafn thotts greifa var til húsa í
thottshöll sem stendur á horni kóngsins nýjatorgs og Breiðgötu í kaupmannahöfn, sbr.
Björn th. Björnsson, Á Íslendingaslóðum í Kaupmannahöfn, 3. útg. (Reykjavík: Almenna
bókafélagið, 1991), 163. Þar er nú sendiráð frakklands. nánari lýsingu á sjálfri bókasafns-
byggingunni er að finna í Birkelund, „Det thottske biblioteks sidste dage,“ 86.
Ævisaga Hannesar biskups finnssonar eftir séra Guðmund jónsson á ólafsvöllum var
lesin upp við jarðarför hans í skálholti 23. ágúst 1796 og prentuð í Leirárgörðum ári síðar.
Þar kemur fram að í seinni kaupmannahafnardvöl Hannesar 1770–1777 hafi hann verið
tíður gestur á bókasafni thotts: „Á þess lærða greifa thotts, hvers áður er getið, bóksal
var hann daglega 2 klukkutíma, bæði til að nýta sér það stóra bókasafn, sem ekki átti sinn
maka í öllum heiminum hjá nokkrum, sem ei var ríkjum stjórnandi herra, og líka til að
gjöra upplýsandi registur yfir greifans latínsku handskrifuðu bækur, hvert verk greifinn
daglega yfirleit, og lét hann sýna sér röksemdir fyrir sérhverju, sem bækurnar og registrið
snerti.“ Guðmundur jónsson, „Hannes finnsson,“ Merkir Íslendingar. Ævisögur og minning-
argreinar 6, útg. Þorkell jóhannesson (Reykjavík: Bókfellsútgáfan, 1957), 113–114, sjá einnig
bls. vi varðandi ævisöguna; jón Helgason, Hannes Finnsson biskup í Skálholti (Reykjavík:
Hið íslenzka bókmentafjelag, 1936), 59. vegna náinna tengsla þeirra steingríms gæti hann
haft upplýsingar sínar um bókasafn thotts eftir Hannesi og f í lok klausunnar því táknað
föðurnafn hans.
9 Index Codicum Manuscriptorum ([s.l.]: [s.n.], 1795), 382; Birkelund, „Det thottske biblioteks
sidste dage,“ 89.
10 „vísur eptir skúla landfógeta Magnússon,“ útg. jón Þorkelsson, Tímarit hins íslenzka
bókmentafélags 11 (1890): 110. thott var t.d. stórtækur á uppboði bóka- og handritasafns