Gripla - 20.12.2012, Síða 361
359
Þegar hugað er að því hvaða forrit séra jón hefur notað liggur bein-
ast við að bera uppskrift hans saman við prentaðar útgáfur þess tíma. Þá
koma tvær til greina: þýðing odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu,
sem prentuð var í Hróarskeldu 1540, og Guðbrandsbiblía, prentuð 1584,
en Guðbrandur biskup Þorláksson tók þýðingu odds upp lítt breytta.11
Þótt ekki sé lagt í yfirgripsmikinn textasamanburð leiðir lausleg athugun
ýmislegt athyglisvert í ljós. Þannig virðast fyrstu fjórar bækur handrits-
ins, þ.e. guðspjöllin, skrifuð eftir útgáfu odds. Það sem bendir til þess
er að séra jón lætur tiltekin prenttákn, stjörnur og lauf, fylgja uppskrift
sinni en þau koma ekki fyrir í Guðbrandsbiblíu. Hins vegar virðist fimmta
bókin, þ.e. Postulasagan, skrifuð eftir Guðbrandsbiblíu enda stendur formáli
Guðbrands biskups fyrir henni (bl. 85v–86v). Þó hefur hann haft útgáfu
odds enn við hönd og þaðan tekið upp fáeinar spássíugreinar.12
Það er athyglisvert að séra jón virðist vera að afla sér brúksbóka fyrir
prestsembættið, þ.e. hluta Nýja testamentisins (1599) og hluta grallarans
eða messusöngsbókarinnar (1601). Þessar bækur hafa því ekki verið til við
kirkjuna þegar hann kom til brauðsins á snæfjöllum. Það er einkennilegt
því samkvæmt konungsbréfi frá 22. apríl 1579 bar hverri kirkju að kaupa
jakobs Langebek leyndarskjalavarðar 1777, sbr. jón Helgason, „fra Langebeks auktions-
katalog,“ Opuscula 5 (1975): 181, 186. til er erfiljóð á íslensku með danskri þýðingu sem
íslendingur í kaupmannhöfn hefur samið eftir andlát thotts greifa, sbr. Harmatölur
Islands yfir greifa Otto Thotts burtför ur þessum heimi þann 10 Septembris 1785. Framfærðar
af einum þessa lands niðja (kaupmannahöfn: [s.n.], 1785), 1r–8v. eintak Landsbókasafns
– Háskólabókasafns er 16 blaðsíður í átta blaða broti og prentað hjá j. R. thiele. kverið
tilheyrði jóni jónssyni Borgfirðingi, eins og stimpill á titilblaði sýnir, en á tveimur stöðum
aftarlega í ritinu stendur skrifað að höfundur sé líklega jón jónsson johnsonius. Það er alls
ekki ólíklegt því að árið 1784 komu út eftir hann á prenti í kaupmannahöfn tvö lofkvæði,
um kristján vII. og Grím thorkelín aðstoðarmann í leyndarskjalasafni konungs, og ári
síðar erfiljóð um etatsráð Andreas Holt. Hann kann því að hafa verið handgenginn thott
greifa og e.t.v. haft milligöngu um að útvega honum handrit. varðandi johnsonius, sjá
Þórður Ingi Guðjónsson, „fornfróður sýslumaður ísfirðinga. jón johnsonius (1749–1826),“
Ársrit Sögufélags Ísfirðinga 43 (2003): 115–126.
11 jón Helgason, Málið á Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar, safn fræðafjelagsins um ísland
og íslendinga 7 (kaupmannahöfn: Hið íslenska fræðafjelag í kaupmannahöfn, 1929), 1.
12 steingrímur j. Þorsteinsson telur sennilegt að thott 25 4to sé skrifað upp eftir Guðbrands-
biblíu en segir það ókannað. Það er þó tæpast annað en ályktun dregin af færslu kålunds
í handritaskránni, sbr. steingrímur j. Þorsteinsson, „íslenzkar biblíuþýðingar,“ Víðförli 4
(1950): 59, sjá nmgr. 3.
vAnskRÁÐ snÆfjALLAstRAnDARHAnDRIt