Gripla - 20.12.2012, Blaðsíða 363
361
eintak af biblíunni.13 Nýja testamentið hefði eftir því átt að vera að gengilegt
séra jóni. Af Minnis- og reikningabók Guðbrands biskups má ennfremur sjá
að 1586 reið hann til alþingis með fjórtán biblíur í farteskinu. Af þeim fékk
Magnús prúði jónsson, bóndi í Ögri, þrjár og séra Greipur Þorleifsson,
prestur á stað á snæfjallaströnd og forveri séra jóns í starfi, eina.14 séu
vísitasíur staðar á snæfjöllum skoðaðar sést ennfremur að kirkjan átti
eintak af Guðbrandsbiblíu að gjöf frá Guðbrandi biskupi, og kemur fyrst
fram í vísitasíu Brynjólfs biskups sveinssonar frá 17. ágúst 1643.15 Það
er því óvíst að eintak hafi verið keypt til kirkjunnar þegar 1584, þvert á
konungsbréf. Biblían sem séra Greipur fékk þarf þó ekki að hafa endað
í kirkjunni á snæfjöllum, enda er vitað að ýmislegt vantaði upp á fylgifé
kirkjunnar þegar séra jón tók við staðnum.16 Það myndi skýra hvers vegna
hann hóf uppskrift Nýja testamentisins eftir útgáfu odds, en umskipti á
forriti í miðjum klíðum gætu hins vegar bent til þess að biblía hafi þá borist
kirkjunni. uppskriftum lauk 7. febrúar 1599, en óvíst er hversu lengi þær
stóðu. samkvæmt vísitasíubókum biskupa var handritið ekki eign kirkj-
unnar á snæfjöllum – þess er a.m.k. ekki getið þar – og má því ætla að það
hafi verið eign séra jóns. Snæfjallagrallarinn var upphaflega einnig í eigu
séra jóns sem síðar galt hann kirkju sinni í kirkjureikning.17
ekkert titilblað fylgir thott 25 4to, ólíkt Snæfjallagrallaranum. vera
kann að átta blaða kver vanti framan við uppskriftina því að arkatalið á
neðri spássíu recto-síðna handritsins hefst á bókstafnum B. samsvarandi
staður í Nýja testamenti odds hefst hins vegar á bl. 8 í kveri A, og því
hefði mátt búast við að séra jón hæfi arkamerkingu sína einnig á A.
óregla arkatalsins og ósamræmi við útgáfu odds sker því ekki úr um
hvort séra jón hafi vísvitandi sleppt því að skrifa upp bréf kristjáns kon-
13 einar G. Pétursson, „Guðbrandur Þorláksson og bókaútgáfa hans,“ Hulin pláss. Ritgerðasafn
gefið út í tilefni sjötugsafmælis höfundar 25. júlí 2011, ritstj. Guðrún Ása Grímsdóttir, stofnun
Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Rit 79 (Reykjavík: stofnun Árna Magnússonar í
íslenskum fræðum, 2011), 101, sbr. Kancelliets brevbøger vedrørende Danmarks indre forhold
6. I uddrag 1576–1579, útg. Laurus Laursen (kaupmannahöfn: Rigsarkivet, 1900), 625.
14 einar G. Pétursson, „fáein atriði um biblíuna í Minnis- og reikningabók Guðbrands
biskups,“ Landsbókasafn Íslands. Árbók 1984 (1986): 31.
15 Gísli Baldur Róbertsson, „nýtt af Bjarna jónssyni lögbókarskrifara,“ 364.
16 Gísli Baldur Róbertsson, „nýtt af Bjarna jónssyni lögbókarskrifara,“ 354–355.
17 farið var yfir sömu vísitasíur staðar á snæfjallaströnd og þegar örlög snæfjallagrallarans
voru rakin, sbr. Gísli Baldur Róbertsson, „nýtt af Bjarna jónssyni lögbókarskrifara,“ 357–
359.
vAnskRÁÐ snÆfjALLAstRAnDARHAnDRIt