Gripla - 20.12.2012, Page 365
363
Þar sem komið er samanburðarefni við frumbréfin tvö sem séra jón
er viðriðinn má skera úr um á hvoru bréfinu hönd hans er að finna.
samanburður leiðir í ljós að séra jón skrifaði vitnisburð Guðfinnu Arn-
finns dóttur og Guðrúnar jónsdóttur varðandi kirkjupeninga að stað í
stein grímsfirði, sem þær gáfu í kirkjunni á kirkjubóli í Langadal þriðjudag-
inn næstan eftir Maríumessu fyrri árið 1602. Þessi vitnisburður var hins
vegar skrifaður „á snjáfjöllum þann xviii dag martii mánaðar árinu síðar
en fyrr segir.“19 ekki leikur vafi á að hér er sami skrifari á ferð og skrifaði
thott 25 4to og má t.d. benda á að hann ýkir stundum neðri sveigju eða
fremri belg hástafsins s (sjá thott 25 4to, bl. 23r, lína 7 „steinninn“ og t.d.
„snjáfjöllum“ í frumbréfinu). samanburður sýnir óvænt tvenns konar t af
hendi skrifara, annað líkt og í frumbréfinu en hitt gerólíkt. samanburður
við Nýja testamenti odds í þessu samhengi sýnir aftur á móti að forritið
olli því að skrifarinn brá út af vana sínum og skrifaði stafinn undir áhrifum
frá prentletri (thott 25 4to, bl. 40r, lína 7, borið saman við upphaf 1. kafla
Lúkasarguðspjalls í Nýja testamenti odds, línu 12. einnig thott 25 4to, bl.
86v, lína 4 í upphafi 1. kafla Postulasögunnar, þar sem „theophilus“ er í
öllum tilvikum borið saman við „torfason“ í 1. línu frumbréfsins). Hér er
lýsandi dæmi um að forrit geti haft áhrif á stafagerð reyndra skrifara.
Lítið er hægt að segja á þessu stigi um feril handritsins, þ.e.a.s. hvar
það var eftir að séra jón sleppti af því hendinni en áður en að thott greifi
tók við því. talsvert er um spássíukrot, en það er dauft og kemur þ.a.l.
að takmörkuðu gagni; á bl. 107v stendur eignayfirlýsing stulla nokkurs
sem annars er óvíst hver er. Þó má geta þess að á fyrsta blaði handritsins
hefur einhver æft sig í að skrifa nafn sitt en eðlilegast virðist að lesa úr því
„Bjarni“, þótt einhvern aukadrátt megi greina inni í miðju nafninu. Gera
má því skóna að hér séu fyrstu þreifingar Bjarna, sonar séra jóns, í átt að
bókagerð en hann átti eftir að feta í fótspor föður síns og verða afkastamik-
ill skrifari handrita.
19 Þí. Bps. A. I, hylki XIv, nr. 15. vitnisburður 18. mars 1603 um ábyrgð Guðfinnu Arn finns-
dóttur og Guðrúnar jónsdóttur á kirkjupeningum að stað í steingrímsfirði.
vAnskRÁÐ snÆfjALLAstRAnDARHAnDRIt