Gripla - 20.12.2012, Page 385
383
ekki fór hjá því að jón benti mönnum á verkefni, sem urðu að viða-
miklum rannsóknum. Hér verða nefnd nokkur helstu dæmi um rann-
sóknir sem jón átti fyrst hugmyndina að: útgáfa á Oddaannálum og
Oddaverjaannál, sem eiríkur Þormóðsson hóf og Guðrún Ása Grímsdóttir
lauk; rannsóknir sem Hubert seelow gerði á íslenskum þýðingum úr þýsku
á almúgabókum, sem eru skemmtisögur í lausu máli og vitaskuld voru oft
ortar út af þeim rímur. Það efni er allt varðveitt í handritum og lítt kunn-
ugt. jón benti M. j. Driscoll á sögur eftir séra jón oddsson Hjaltalín,
sem uppi var á árunum 1749–1835 og samdi tíu riddarasögur og þýddi
sjö sögur, m. a. eftir voltaire. Driscoll hefur síðan gefið út tvær bækur
um jón Hjaltalín. Grundvöll lagði jón samsonarson að útgáfu á kvæðum
Hallgríms Péturssonar, sem nú er að koma út á Árnastofnun. Hann rann-
sakaði handrit kvæða einars sigurðssonar í eydölum og kom það verk út
eftir að hann hætti störfum. oft hafði jón á orði fleiri álíka verkefni, sem
þörf væri á að vinna, og má hér nefna Huldar sögu í mörgum gerðum, en sú
elsta er varðveitt í handritum frá 18. öld.
Á Árnastofnun fékkst jón mjög við bókmenntasöguskrif fyrri alda og
gaf út slíkt rit eftir Pál lögmann vídalín. einnig birti hann mikinn fjölda
ritgerða í tímaritum og afmælisritum um efni frá sama tímabili. sérdeilis
verður að nefna afmælisrit jóns, Ljóðmál, sem kom út er hann varð sjötugur
og þar eru nokkrar ritgerðir hans. fjórir meginkaflarnir voru samdir á síð-
asta skeiði starfsævi jóns eftir fyrri aðföngum og er eins konar niðurstaða
söfnunar hans og rannsókna á særingum, barnagælum og alþýðukveðskap.
Allt efni sem þarf að rannsaka miklu meira, en gert hefur verið til þessa.
Á gamlársdag 1953 gekk jón að eiga Helgu jóhannsdóttur og eignuðust
þau fjórar dætur: Heiðbrá, f. 1954; svölu, f. 1957; Hildi eir, f. 1971 og loks
sigrúnu Drífu, f. 1974. Þau hjón voru samhent og fóru mikið í ferðalög
meðan heilsan leyfði. Á árunum 1963–1971 fóru þau um landið og tóku
upp á segulbönd kveðskap, sögur og þjóðlög af vörum fólks og er það safn
varðveitt á Árnastofnun og minnkar ekki gildi þess með tímanum. jón var
trúr uppruna sínum og skrifaði langar greinar um gömlu sóknarkirkju sína
í snóksdal í Miðdölum og yfir 100 síðna grein um Hörðudal í Breiðfirðing.
Mörgu safnaði hann sem ekki varð unnið úr, en getur vonandi í framtíðinni
nýst eftirkomendunum.
ekki nutu þau lífsins lengi, því að Helga veikist 1983 og var þá ekki
nema 47 ára og sýndi jón æðruleysi í veikindum hennar. ekki var ein báran
jón MARInó sAMsonARson