Són - 01.01.2008, Síða 58

Són - 01.01.2008, Síða 58
HELGA KRESS58 Ég sit hérna hissa og hugsa um það í horninu mínu og skrifa, því mér í upphafi þeytt var af stað, og því ég tók að mér að lifa. Hvað, tók ég það að mér? Nei, alls ekki það! Ég ósjálfráð byrjaði að lifa. Án samnings og heitmála hljóp ég af stað og helst kaus að elska og skrifa. Það er athyglisvert að sú mikla og óuppfyllta ástarþrá sem gengur eins og rauður þráður um ljóð Ólafar er fullkomlega bæld í ævi- kvæðinu og er þar ekki til umræðu. Ólöf er þakklát og sátt hjá fóstr- anum, og þar endar hún í raun ævikvæðið. Í síðustu erindunum tveimur sveigir það nefnilega nokkuð óvænt að eldheitum kven- réttindaboðskap og breytir um stíl:38 Mér gekk til hjarta sú grátleg sjón, sem gerir kvenfólkið mannsins þjón. Að sjá hvernig þjónslundin – því er miður – því þrýst hefur dýpra og dýpra niður. Í stað þess að játast jafngild, frjáls, sem jafnréttisaðall sérhvers máls, hin kúgaða sálin krýpur niður, með kjassmálum drottnarann biður, biður. Það er ekkert samhengi milli þessarar upphöfnu orðræðu og þeirrar lágværu sjálfslýsingar sem á undan er komin. Það er eins og Ólöf hafi komist í þrot með ævisöguna eftir að hún komst í hjónabandið og ekki getað fylgt henni eftir. Hún víkur því frá eigin sögu og fer að tala um annað. Um leið er eins og hún vilji réttlæta kvæðið með boðskap sem eigi annað – og merkilegra – erindi en bara að segja frá henni sjálfri.39 Samt sem áður valdi Ólöf að sleppa þessu kvæði við prentun 38 Tveimur síðustu erindum ævikvæðisins er sleppt í Ritsafni og er hér farið eftir eig- inhandarriti Ólafar á handritadeild Landsbókasafns. 39 Svipað stílbrot má sjá í smásögu hennar „Hjálpin“ sem lýsir hugarástandi ungrar konu á brúðkaupsdegi hennar og er sögð frá sjónarhorni hennar sjálfrar. Þegar hins vegar kemur að lýsingu á hjónabandinu skiptir sagan yfir í hefðbundna þriðju persónu frásögn og almennan siðaboðskap. Sagan er greinilega sjálfsævisöguleg. Hún er skrifuð skömmu eftir giftingu Ólafar sumarið 1888 en birtist fyrst í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.