Són - 01.01.2008, Page 66

Són - 01.01.2008, Page 66
HELGA KRESS66 Nokkrar stökur, minnisvarðinn Í bréfi til Theodoru Thoroddsen, dagsettu á Sauðárkróki 11. febrúar 1946, þakkar Ólína Jónasdóttir (1885–1956) henni fyrir bréf og afsakar að hún skuli ekki hafa skrifað fyrr: Fegin hefði ég viljað skrifa yður eitthvað sem þér hefðuð ánægju af, en þar stendur hnífurinn í kúnni, því að ég hef ekkert að segja nema eitthvað um sjálfa mig, og það er lítill ánægjuauki að því.71 Það er ljóst að Theodora hefur haft frumkvæði að bréfaskiptunum, ef til vill í því augnamiði að fá frá Ólínu stökur, en hún var á þessum tíma orðin landsþekktur hagyrðingur, þótt lítið hefði birst eftir hana á prenti.72 Eftir að hafa tekið fram að hún hafi ekkert að segja nema eitthvað um sjálfa sig vitnar Ólína í bréf Theodoru sem þar hefur sagt að sér væru „stökur kærkomnar“. Sjálf segist hún hafa yndi af þeim, „og reyndar öllum góðum ljóðum,“ bætir hún við. Hún ætli því að senda Theodoru nokkrar stökur sem hún hafi sett saman, en „ekki megið þér nú samt hugsa ég sendi þær af því mér þyki þær svo ágæt- ar, ónei, ég geri það aðeins til að láta eitthvað á blaðið.“ Kringumstæðurnar eru þær sömu og í vísnaþættinum „Að vestan“ mannsaldri fyrr: Bréfaskipti milli kvenna þar sem önnur biður hina um stökur og fær þær með alls kyns undanslætti og semingi. „Ein er þessi,“ skrifar Ólína og sendir stöku um sjálfa sig, minningarnar, þögnina og skáldskapinn á frumlegu búskaparmyndmáli:73 71 Lbs 5025, 4to. Bréfasafn Theodoru Thoroddsen. 72 Í tilefni af sextugsafmæli Ólínu árið 1945 birti kvennatímaritið Embla í 1. árgangi sínum grein um hana með vísum sem Broddi Jóhannesson hafði lesið í úvarp. Sjá „Ólína Jónasdóttir sextug“ 1945:38–42. Má vera að þessi grein hafi vakið athygli Theodoru á Ólínu og orðið til þess að hún skrifaði henni bréf. Í 2. árgangi Emblu birtist kvæðið „Lækurinn“ og „Síldin“ í 3. og síðasta árgangi. Sjá Ólína Jónas- dóttir 1946:53 og 1949:95–96. Mörgum árum áður höfðu birst nokkrar stökur eftir Ólínu ásamt kynningu á henni í Stuðlamálum 1928:80–82. Í þessu bindi Stuðlamála eru alls 22 skáld, þar af tvær konur, þær Herdís Andrésdóttir og Ólína Jónasdóttir. 73 Stakan er sett hérna upp eins og gert er í bréfinu, í tveimur láréttum, löngum línum, en þannig setur Ólína sjálf upp stökur sínar, alltaf í bréfum og stundum í öðrum eiginhandarritum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.