Són - 01.01.2008, Page 86
KENDRA J. WILLSON86
Þýðing Sverris Hólmarssonar á Eyðilandinu7 kom út í tvítyngdri
útgáfu hjá Iðunni árið 1990 ásamt skýringum (þýðingum á skýringum
Eliots og viðbótarskýringum þýðanda) en fyrsti kaflinn, „Greftrun
hinna dauðu“ hafði birst í Ljóðormi árið 1988.8 Helgi Hálfdanarson9 og
Stefán Sigurkarlsson10 hafa hvor um sig þýtt stutta kaflann „Sjódauða“
úr Eyðilandinu og þýðing Magnúsar Ásgeirssonar á upphafi ljóðsins
birtist í Síðustu þýddum ljóðum.11 Þýðing Sverris er, mér vitanlega, eina
íslenska þýðingin á ljóðinu í heild sem birst hefur. Þýðing Sverris á
The Love song of J. Alfred Prufrock12 birtist í Skírni skömmu seinna
ásamt grein um ljóðið.13 Titill þýðingarinnar, Mansöngur J. Alfred
Prufrocks, tengir kvæðið við íslenska ljóðhefð á skemmtilegan hátt. Ég
kannast ekki við aðrar íslenskar þýðingar á Prufrock.
Þótt Eliot hafi verið mikilvægur gerandi í ljóðbyltingunni svoköll-
uðu er hann einnig þekktur fyrir mótstöðu eða tortryggni gagnvart
fríljóðum, sbr. hinar frægu setningar hans „Vers libre does not exist“14
og „No verse is free for a man who wants to do a good job“.15 Mjög
mismunandi greiningar eru á bragfræði Eliots og umdeilt hvenær,
hvernig og að hvaða leyti hann víkur frá hefðbundnum bragarhátt-
um. Eliot skrifaði: „The most interesting verse that has yet been writ-
ten in our language has been done either by taking a very simple
form, like the iambic pentameter, and constantly withdrawing from it,
or taking no form at all, and constantly approximating to a very sim-
ple one“;16 á mörgum stöðum er óljóst hvora þessara aðferða Eliot
notaði sjálfur. Til dæmis kemst M. Martin Barry að þeirri niðurstöðu
að bragfræði Eliots sé í raun mjög hefðbundin.17 Samkvæmt því sem
Sven Bäckman segir hafa flestir haldið að hrynjandi í ljóðum Eliots
fram að Eyðilandinu og að því meðtöldu, sé yfirleitt jambísk.18
Bäckman færir aftur á móti rök fyrir því að eldri ljóð Eliots sameini
kafla orta undir áhersluháttum („strong-stress metres“), þ.e.a.s. með
07 Eliot (1990).
08 Eliot (1988).
09 Helgi Hálfdanarson (1982:193).
10 Eliot (2004).
11 Magnús Ásgeirsson (1961:36), sbr. Eysteinn Þorvaldsson (1980:72–73).
12 Eliot (1917).
13 Eliot (1991) og Sverrir Hólmarsson (1991).
14 Eliot (1975:31).
15 Eliot (1957:31).
16 Eliot (1975:33).
17 Barry (1969).
18 Sbr. Gardner (1949:184).