Són - 01.01.2008, Side 93

Són - 01.01.2008, Side 93
Á MÖRKUM LAUSAMÁLS 93 Hér eru mörg vísuorð án ljóðstafa þótt endarím sé til staðar. Í síðasta vísuorðapari notar Sverrir þó þríþætta stuðlun til að undirstrika kaflalok á svipaðan hátt og vísuorðapar með áberandi endarími er oft notað í leikritum Shakespeares til að merkja lok atriðis. Mér finnst þessi kafli skila sér vel í þýðingunni hvað varðar hljóm. Merkingunni er stundum breytt vegna krafna rímsins; þegar „and walked among the lowest of the dead“ verður „og stigið niður til dauðra í heljar- húmi“ glatast hugmyndin um að sumir dauðir séu lægri en aðrir og tvíræðnin um það hvar þessir dauðu eru. Þrátt fyrir rímið er ekki regluleg stuðlun í þessum vísuorðum. Eins og Peter Carleton fjallar um áttu íslenskir módernistar auð- veldara með að sleppa endarími en ljóðstöfum vegna þess að ljóðstafir voru táknrætt ígildi bæði ljóðlistar og þjóðernis. „Alliteration was not a limit on poetic expression, it was poetic expression“.37 Önnur mögu- leg ástæða er sú að þar sem engin önnur þjóð á Vesturlöndum hafði sams konar ljóðstafahefð og Íslendingar á fyrri hluta 20. aldar vantaði einnig fordæmi til að sýna hvaða afstöðu módernistar „ættu“ að taka til ljóðstafa. Ljóð með ljóðstöfum en án endaríms eru tiltölulega algeng í ís- lensku (í fornum kveðskap auk margra ljóða 20. aldar), en ljóð með endarími og án ljóðstafa eru mjög sjaldgæf (burtséð frá dægurlaga- textum), og enn umdeild frá sjónarhorni hreintungustefnunnar.38 Með því að hafa kafla með endarími en án stuðlunar í Eliot-þýð- ingum sínum dregur Sverrir e.t.v. upp mynd af „hliðstæðum alheimi“ þar sem ljóðbyltingin hefði tekið á sig aðra mynd og reynir með þess- um hætti að koma nútímalesendum á óvart eða rugla þá í ríminu á svipaðan hátt og frumljóðið gerði á sínum tíma. Því miður er mál Sverris ekki alltaf alveg nógu þjált til að búast megi við að mörg önnur skáld heillist af þessari aðferð í þýðingunni og fari að yrkja eftir dæmi hans. Eins og Kristján Árnason gefur í skyn takmarkast gæði þýðingarinnar ekki af enskukunnáttu Sverris39 held- ur e.t.v. af tilfinningu hans fyrir hrynjandi og brag og fimi í að sam- eina merkingu og form. Endarím og ljóðstafir hjá Sverri verka stundum þvingaðir. Þetta er meira áberandi í Prufrock, þar sem rím er mikilvægur þáttur í hljómi ljóðsins og kímni.40 37 Carleton (1967:152). 38 Sbr. Willson (2008). 39 Kristján Árnason (1993:158). 40 Eliot (1936:11).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.