Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Blaðsíða 9
7
Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007
Nokkur tímamót í sögu íslenskrar
stærðfræðimenntunar
Kristín Bjarnadóttir
Kennaraháskóla Íslands
Hagnýtt gildi: Greinin varpar ljósi á það hvernig einstaklingar, frumkvöðlar, geta skipt sköpum um
framvindu mála í menntakerfinu. Stærðfræðimenntun hefur eflst þegar saman hafa farið hugsjónir
menntamanna, stærðfræðinga og kennara um betri skilning á stærðfræði og árangursríkara nám
en áður hefur náðst og væntingar ráðamanna um að efnalegur ávinningur sé í sjónmáli. Einnig
má draga þann lærdóm af greininni að barátta milli talsmanna námsgreina um stöðu greinanna
í menntakerfinu og mat á afstæðu mikilvægi þeirra, þar sem ýmsir hafa betur, hafi stöðugt átt
sér stað og sé ævarandi. Þegar opinberar ákvarðanir eru teknar um vægi námsgreina í skólum er
jafnframt verið að velja þau þjóðfélagslegu gildi sem móta raunverulega menntastefnu.
Miklar breytingar urðu á kennslu í stærðfræði á Íslandi á áratugnum 1965–1975. Þær leiða
hugann að því hvaða ástæður liggi að baki slíkum breytingum. M. Niss hefur skilgreint þrenns
konar grundvallarástæður stærðfræðimenntunar: Félagslegar og efnahagslegar, pólitískar og
menningarlegar og þær sem miða að því að gera einstaklinginn að hæfari þegn í þjóðfélaginu.
Þessi skilgreining er notuð sem viðmið þegar skoðaðar eru breytingar á stærðfræðimenntun
sem urðu á ýmsum tímamótum í Íslandssögunni. Niðurstöðurnar eru þær að breytingar til
framþróunar stærðfræðimenntunar geti orðið þegar saman fara væntingar yfirvalda um efnalegan
ávinning af breytingunum og vonir frumkvöðla og fagfólks um dýpri skilning á stærðfræðinni og
árangursríkara nám. Hlutur einstaklinga í að koma á breytingum skiptir verulegu máli.
Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007, 7–22
Á sjöunda áratug tuttugustu aldar urðu allmiklar
breytingar á menntakerfi Íslendinga, ekki
síst á menntun í stærðfræðilegum greinum.
Þær ollu nokkru uppnámi. Hugleiðingar um
atburði þess tíma vekja spurningar um ástæður
þeirra og annarra breytinga sem hafa orðið á
stærðfræðimenntun á ýmsum tímum. Hverjar
eru ástæður þess að á sumum tímum var meira
um að vera en á öðrum? Hvaða aðstæður leiða
til þess að ný þörf skapast?
Ekki er gerlegt að skýra stöðu mála á
sjöunda áratug tuttugustu aldar nema feta sig
aftur eftir sögunni, að minnsta kosti til nítjándu
aldar. Og hvers vegna var ástandið á Íslandi
eins og það var á nítjándu öld? Freistandi er
að rekja sig aftur til upphafs Íslandssögunnar
og skoða þá þræði stærðfræðimenntunar sem
liggja fram til vorra daga.
Leitað verður svara við spurningunum með
því að rannsaka nokkur tímamót þegar breyting
varð á stærðfræðimenntun í landinu. Rann-
sóknin fer fram með aðferðum sagnfræðinnar,
þ.e. með því að rannsaka heimildir, svo sem lög
og reglugerðir, opinber skjöl, kennslubækur og
önnur gögn, prentuð og handskrifuð, sem varða
framvindu stærðfræðimenntunar á Íslandi.
Ekki þarf langa rannsókn til að átta sig á
því að langtímum saman var lítið um að vera
á sviði stærðfræði á Íslandi í samanburði
við aðrar þjóðir, sé litið yfir ellefu alda sögu
þjóðarinnar. Vafalaust hefur svo einnig verið í
öðrum afskekktum byggðum Norðurlanda og