Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Qupperneq 9

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Qupperneq 9
7 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 Nokkur tímamót í sögu íslenskrar stærðfræðimenntunar Kristín Bjarnadóttir Kennaraháskóla Íslands Hagnýtt gildi: Greinin varpar ljósi á það hvernig einstaklingar, frumkvöðlar, geta skipt sköpum um framvindu mála í menntakerfinu. Stærðfræðimenntun hefur eflst þegar saman hafa farið hugsjónir menntamanna, stærðfræðinga og kennara um betri skilning á stærðfræði og árangursríkara nám en áður hefur náðst og væntingar ráðamanna um að efnalegur ávinningur sé í sjónmáli. Einnig má draga þann lærdóm af greininni að barátta milli talsmanna námsgreina um stöðu greinanna í menntakerfinu og mat á afstæðu mikilvægi þeirra, þar sem ýmsir hafa betur, hafi stöðugt átt sér stað og sé ævarandi. Þegar opinberar ákvarðanir eru teknar um vægi námsgreina í skólum er jafnframt verið að velja þau þjóðfélagslegu gildi sem móta raunverulega menntastefnu. Miklar breytingar urðu á kennslu í stærðfræði á Íslandi á áratugnum 1965–1975. Þær leiða hugann að því hvaða ástæður liggi að baki slíkum breytingum. M. Niss hefur skilgreint þrenns konar grundvallarástæður stærðfræðimenntunar: Félagslegar og efnahagslegar, pólitískar og menningarlegar og þær sem miða að því að gera einstaklinginn að hæfari þegn í þjóðfélaginu. Þessi skilgreining er notuð sem viðmið þegar skoðaðar eru breytingar á stærðfræðimenntun sem urðu á ýmsum tímamótum í Íslandssögunni. Niðurstöðurnar eru þær að breytingar til framþróunar stærðfræðimenntunar geti orðið þegar saman fara væntingar yfirvalda um efnalegan ávinning af breytingunum og vonir frumkvöðla og fagfólks um dýpri skilning á stærðfræðinni og árangursríkara nám. Hlutur einstaklinga í að koma á breytingum skiptir verulegu máli. Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007, 7–22 Á sjöunda áratug tuttugustu aldar urðu allmiklar breytingar á menntakerfi Íslendinga, ekki síst á menntun í stærðfræðilegum greinum. Þær ollu nokkru uppnámi. Hugleiðingar um atburði þess tíma vekja spurningar um ástæður þeirra og annarra breytinga sem hafa orðið á stærðfræðimenntun á ýmsum tímum. Hverjar eru ástæður þess að á sumum tímum var meira um að vera en á öðrum? Hvaða aðstæður leiða til þess að ný þörf skapast? Ekki er gerlegt að skýra stöðu mála á sjöunda áratug tuttugustu aldar nema feta sig aftur eftir sögunni, að minnsta kosti til nítjándu aldar. Og hvers vegna var ástandið á Íslandi eins og það var á nítjándu öld? Freistandi er að rekja sig aftur til upphafs Íslandssögunnar og skoða þá þræði stærðfræðimenntunar sem liggja fram til vorra daga. Leitað verður svara við spurningunum með því að rannsaka nokkur tímamót þegar breyting varð á stærðfræðimenntun í landinu. Rann- sóknin fer fram með aðferðum sagnfræðinnar, þ.e. með því að rannsaka heimildir, svo sem lög og reglugerðir, opinber skjöl, kennslubækur og önnur gögn, prentuð og handskrifuð, sem varða framvindu stærðfræðimenntunar á Íslandi. Ekki þarf langa rannsókn til að átta sig á því að langtímum saman var lítið um að vera á sviði stærðfræði á Íslandi í samanburði við aðrar þjóðir, sé litið yfir ellefu alda sögu þjóðarinnar. Vafalaust hefur svo einnig verið í öðrum afskekktum byggðum Norðurlanda og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.