Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 11

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 11
9 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 með sínum hætti. Líta má á þessa iðju, að aðlaga nýja menningarstrauma í Evrópu að íslensku máli, sem þátt í að þróa og auðga menningu vestnorræns samfélags. Vestnorræns í þessu tilviki, þar sem eitt handrita Algorismus er ritað á norskri norrænu, sem var lítið eitt frábrugðin íslensku ritmáli um 1300. Guðbrandur Þorláksson biskup Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup (1541/42– 1627) var valdamesti maður sinnar tíðar á Íslandi. Hann sat í 56 ár á biskupsstóli og var umsvifamikill bókaútgefandi og baráttumaður fyrir hag kirkjunnar. Guðbrandur var fjölfróður og kunni jafnt skil á fornri menningu sem nýjustu menntastraumum samtímans. Á fimmtándu og sextándu öld voru Evrópu- búar teknir að rannsaka aðra heimshluta. Siglingar og landmælingar voru því mikilvæg viðfangsefni fræðimanna. Landfræðileg breidd var ákveðin eftir hæð pólstjörnunnar eða sólarhæð, en víða voru til töflur um sólarhæð á mismunandi tíma. Lengdarákvörðun var mun vandasamari. Nákvæmar mælingar þurfti til að átta sig á hnattstöðunni. Daninn Tycho Brahe (1546–1601) stýrði bestu stjarnmælingastöð heimsins á eyjunni Hveðn á Eyrarsundi og mælingar hans tóku öllum fyrri mælingum fram (Katz, 1993: 372– 373) þótt þær væru framkvæmdar áður en sjónaukinn kom til sögunnar. Oddur Einarsson, skólameistari Guðbrands á Hólum um hríð og síðar biskup, hafði verið aðstoðarmaður Brahes og Guðbrandur Þorláksson er talinn hafa átt sjálfur bréfaskipti við Brahe. Kunnátta Guðbrands í landmælingum var nægileg til að gera uppdrátt af Íslandi árið 1585 sem entist sem grunnur að Íslandskortum næstu hundrað árin. Þó átti Guðbrandur eftir að ákvarða nánar breiddargráðu Hóla. Nýrri mælingin, 65°44’, mjög nærri hinni réttu, var birt í almanaki hans, Calendarium, árið 1597 (Einar H. Guðmundsson, 1996). Kort Guðbrands biskups var brautryðjanda- verk og vísaði í sömu veru og verk þeirra sem fremstir voru í stærðfræðilegum greinum í heiminum. Kortið stuðlaði að öruggari siglingum til Íslands en ella og þar með að tæknilegri og efnahagslegri þróun samfélagsins, en vitnar einnig um þá viðleitni Íslendinga að fylgjast með nýjungum evrópskrar menningar og telja sig til hennar. Ný heimsmynd var í mótun á þessum tímamótum. Þar áttu hlut að máli fræðimenn- irnir Galíleó (1564–1642) og Kepler (1571– 1630), sem hafði verið aðstoðarmaður Tycho Brahes og erft hið mikla safn Brahes af mælingum. Mælingarnar renndu stoðum undir hina nýju heimsmynd og áttu þátt í að staðfesta hana með stærðfræðilegum hætti. Íslendingar stóðu þannig nærri mestu vísindaafrekum heimsins um aldamótin 1600. Brynjólfur Sveinsson biskup Brynjólfur Sveinsson Skálholtsbiskup (1605– 1675) er þekktur fyrir margt annað en að stuðla að stærðfræðimenntun. Hann taldi sig þó fyrst og fremst skólamann er hann valdist til biskups, enda hafði hann verið konrektor í latínuskóla í Hróarskeldu í sjö ár (Gunnar Harðarson, 1988: 91–92). Helsta framlag hans til stærðfræðimenntunar var að ráða eina sérmenntaða kennarann í stærðfræði og stjörnufræði sem vitað er til að hafi verið ráðinn að Skálholtsskóla, Gísla Einarsson (Einar H. Guðmundsson, 1998). Áður en Gísli kom út til Íslands hafði honum verið falið að reikna út almanak fyrir Danmörku, verk sem var aðeins falið færustu stærðfræðingum. Vitað er til að Gísli mældi stöðu halastjörnu allnákvæmlega eftir að hann kom til Íslands. Annars urðu örlög hans, eins og annarra lærðra manna, að sækjast eftir góðu brauði til að framfleyta sér og fjölskyldu sinni og var Gísli þá úr sögunni sem virkur stærðfræðingur. Nú var öld prentaðra almanaka runnin upp og þar með voru rök fyrir reikningskunnáttu presta að nokkru brostin. Brynjólfur biskup var góður fulltrúi fornmenntastefnunnar. Hann safnaði fornum handritum sem tekin voru að týna tölunni á 17. öld. Hann hafði undir höndum tvö helstu handrit af Algorismus, GKS 1812 4to, sem hann sendi Friðriki III konungi að Nokkur tímamót í sögu stærðfræðimenntunar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.