Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 13

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 13
11 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 1804–1805 var enginn skóli í landinu, næst kom umsókn hans of seint og síðar var hann orðinn of gamall. Nám Björns var því að miklu leyti sjálfsnám en hann brautskráðist með stúdentspróf hjá Geir Vídalín biskupi árið 1808. Geir biskup gaf honum hinn besta vitnisburð um kunnáttu í stærðfræði (P. + B., 1947). Björn sigldi til Kaupmannahafnar 1817 og nam stærðfræði. Einungis var unnt að brautskrást frá Hafnarháskóla með embættis- próf í guðfræði eða lögum. Björn stefndi því ekki að brautskráningu heldur ritaði yfirvöldum bréf þar sem hann bauð fram krafta sína sem stærðfræðikennari við Bessastaðaskóla. Boð hans var þegið og hann hóf 40 ára starf við Lærða skólann haustið 1822, fyrst á Bessastöðum en síðan í Reykjavík. Í upphafi starfs síns sagði Björn: Til þess að geta lifað, og lifað þægilegu lífi, verðum vér að nota þau gæði sem guð hefur oss í náttúrunni fyrirbúið, til að nota náttúrunnar gæði verðum vér að þekkja hennar gang ... til að rannsaka hann verðum vér að reikna hann út ... og höfum vér ekki allir tækifæri og tómstundir til þess, þá verðum vér að senda nokkra njósnarmenn út sem gjöri það fyrir oss. Sérhvör þjóð ætti því að hafa sína mathematicos til að senda þá út í náttúruna sem njósnarmenn á undan sér til að rannsaka hennar leyndardóma og sem vísi síðan þjóðinni á eftir hvört hún leita skuli til að finna þau gæði sem í henni eru fólgin (Úr ræðu Björns við skólasetningu 1822 eða 1823. Björn Gunnlaugsson, 1993: 54–66). Björn ræddi ítarlega hvernig stærðfræðin kæmi að gagni í hernaði, landmælingum, iðnaði ýmiss konar, byggingu mannvirkja og sjónglerja sem og í stjörnufræði og arkitektúr. Björn taldi einnig til kosta stærðfræðinnar glæsileika hennar og hve skemmtileg hún væri þeim sem hana iðkuðu, „útgrunduð með sniðugleik“, auk þess sem hún væri manninum „nytsöm til að æfa þenkingarkraft hans“ þar sem stærðfræðin væri hin besta æfing í „lógik“ eða rökfræði. Það sé vegna þess að hvergi sé „sannleikurinn í öðrum vísindum svo hægur rannsóknar og so greinilega aðskilinn frá ósannindunum sem í mathematík“. Birni var því hugleikið almennt menntunar- og menningargildi stærðfræðinnar. Lengst af skipuðust sex árgangar nemenda Lærða skólans á tímum Björns Gunnlaugssonar einungis í tvær eða þrjár bekkjardeildir, síðast fjórar. Tekið var við nýliðum inn í bekkina á hverju ári, jafnvel í efri bekk ef þeir voru langt komnir í latínu, þótt lítil væri kunnáttan í stærðfræði. Samt sem áður var árangur 19 íslenskra nemenda á fyrsta lærdómsprófi við Kaupmannahafnarháskóla á árabilinu 1847– 1851 ekki síðri í stærðfræði en í latínu og sögu (Skýrsla um hinn lærða skóla 1851–52), greinum sem nemendur höfðu allajafna góðan undirbúning í úr heimaskóla. Björn Gunnlaugsson studdist við danskar kennslubækur í kennslu sinni við Lærða skólann. Árið 1865, þremur árum eftir að hann hætti kennslu, gaf Hið íslenska bókmenntafélag út bók hans, Tölvísi. Tölvísi er ítarlegt rit um reikning og algebru, hið langítarlegasta sem þá og lengi síðar hafði verið gefið út á íslensku, en þó var aðeins helmingur ritsins prentaður, 400 blaðsíður. Bókin var aldrei notuð við kennslu og hún hefur líklega ekki haft mikil áhrif á framvindu stærðfræðimenntunar á Íslandi. Merkilegt er þó að taka eftir að Björn hefur þekkt Algorismus í Hauksbók. Snemma í bókinni skýrir Björn talnaritun þá sem almennt tíðkast. Hann segir tölustafina indverska og vísar í Hauk Erlendsson, höfund Hauksbókar (Björn Gunnlaugsson, 1865: 4). Ekki er vitað hvernig Björn hefur haft kynni af Hauksbók, sem kom fyrst út á prenti 1892– 1896, en tilvísunin vitnar um hin langæju menningaráhrif þrettándu aldar ritgerðarinnar Algorismus. Ástæður þess að Björn Gunnlaugsson var ráðinn að Bessastaðaskóla voru í upphafi hagnýtar, skólann skorti kennara til að búa nemendur sína undir kröfur Hafnarháskóla. Rök Björns fyrir iðkun stærðfræði vörðuðu vissulega hagnýtingu hennar en einnig menningar- og menntagildi. Nokkur tímamót í sögu stærðfræðimenntunar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.