Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Page 14

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Page 14
12 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 Reglugerð fyrir Lærða skólann 1877 Kennslu í stærðfræði hnignaði eftir daga Björns Gunnlaugssonar við Lærða skólann. Árið 1871 var lærðum skólum í Danmörku skipt í stærðfræði- og náttúrufræðideild og tungumála- og sögudeild. Reykjavíkurskóli var of fámennur til að skipta honum í tvær deildir og skólayfirvöld völdu tungumála- og sögudeild fyrir Reykjavíkurskóla. Í stað stærðfræði tvö síðustu árin var kennsla aukin í dönsku og trúfræðslu. Stærðfræði varð ekki prófgrein á stúdentsprófi fyrr en árið 1922 og stærðfræðikennsla í skólanum varð mun minni en áður. Um þessa ákvörðun sköpuðust miklar umræður og bréfaskriftir meðal yfirvalda, kennara og á Alþingi (Kristín Bjarnadóttir, 2004b). Skoðanaskiptin stóðu yfir um sex ára skeið. Sitt sýndist hverjum um gagnsemi stærðfræðinámsins. Rökin með ákvörðuninni voru m.a. þau að einungis einn nemandi á hverjum tíu árum sæktist eftir verkfræðinámi og hann yrði að útvega sér einkakennslu. Jón Þorkelsson, rektor Lærða skólans, sagði í bréfi árið 1882: Þetta kvantum [stærðfræði máladeildar] er að minni ætlan þeim nægilegt, sem eigi ætla að ganga á polytechniska skólann í Kaupmannahöfn. Þeir Íslendingar, sem hingað til hafa á hann gengið, eru mjög fáir, og ef ályktað er af tölu þeirra, má gera ráð fyrir, að varla muni meira enn einn Íslendingr ganga á polytechniska skólann á hverjum tíu árum. Þeir hinir fáu, sem á hann gengi, yrði að útvega sér aukakenslu í stærðfræði. Ef sú stundatafla, sem nú gengr til kenslu í stærðfræði, yrði aukin um 6 stundir (frá 19 stundum til 25) þá hlyti það að mestu leyti að verða á kostnað málanna; enn eg fyrir mitt leyti legg mesta áherzlu á kensluna í þeim; enn því færri stundir sem þeim eru ætlaðar, því ófullkomnari verðr kenslan í þeim. Eg get því eigi lagt til, að kenslan í stærðfræðinni verði aukin frá því sem nú er (Þjóðskjalasafn. Íslenska stjórnardeildin). Finnur Jónsson, sem þá var stúdent við Hafnarháskóla, skrifaði þetta árið 1883: Stærðafræði er kennd að eins í 4 neðri bekkjunum; þessi fræði hefir, svo langt sem jeg man, ekki átt neinum vinsældum að fagna hjá hávaðanum af piltum, og optlega hafa þeir spurt að, hvað það ætti að þýða að kenna svona mikið í stærðafræði, og eru slíkar spurningar vottur um sorglega kennslu og sorglegan misskilning. Ef kennarinn getur ekki einu sinni komið lærisveinum sínum í skilning um gildi þeirrar fræðigreinar er hann kennir, þá er eitthvað veilt við kennsluna alla í heild sinni, enda veit jeg og að það hefir verið; það sem vestu hefir gegnt, er skortur á skriflegum æfingum; ... alla dýpri eigna skilning hefir vantað, öll verkleg notkun hefir verið lokuð úti, og þess vegna hafa menn verið að spyrja um, hvers vegna allt þetta skuli lært; það er eðlileg afleiðing fáfræðinnar (Finnur Jónsson, 1883: 115). Skilyrði fyrir stærðfræðimenntun við Lærða skólann virðast hafa verið léleg á níunda áratug nítjándu aldar. Yfirvöld lands og skóla sáu ekki þau not sem hafa mætti af stærðfræðinámi og kennslan, sem til boða stóð, var ekki til þess fallin að sýna fram á nytsemi hennar, hvorki til hagnýtingar né menningarauka. Framundan voru þó mestu framfaratímar í sögu þjóðarinnar, en kunnátta til stærri verka, svo sem til brúarsmíði og hafnargerðar, var engin, enda hafði enginn Íslendingur lokið námi í verkfræði. Stærðfræðideild 1919 og dr. Ólafur Daníelsson Á næstu árum og áratugum jókst eftirspurn eftir íslenskum verkfræðingum. Menn höfðu áttað sig á að það var ódýrara að stuðla að menntun íslenskra verkfræðinga en að ráða erlenda. Þeir staðfestust á Íslandi og sættu sig við lægri laun en erlendir menn (Sveinn Þórðarson, 2002). Í uppkasti Guðmundar Finnbogasonar að reglugerð 1904 fyrir Hinn almenna menntaskóla í Reykjavík í stað Lærða skólans var gert ráð fyrir tveimur deildum, stærðfræðideild og máladeild. Kennarar strikuðu það út í breytingartillögum sínum (Þjóðskjalasafn, Skjalasafn stiftsyfirvalda). Nokkur tímamót í sögu stærðfræðimenntunar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.