Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Qupperneq 17

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Qupperneq 17
15 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 Reykjavík árið 1964 en danskar kennslubækur höfðu verið notaðar þar allar götur frá tímum Björns Gunnlaugssonar. Guðmundur var síðan ráðinn námstjóri í stærðfræði við barna- og gagnfræðastigið í hálfu starfi. Hann vísaði Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur á kennslubækur Agnete Bundgaard til nota á barnastiginu (Kristinn Gíslason, 1978) líklega samkvæmt ábendingu Svend Bundgaards, bróður Agnete. Jafnframt ritaði Guðmundur sjálfur kennslubók handa efri bekkjum gagnfræðastigsins, landsprófs- og gagnfræðadeildum. Bókina nefndi hann Tölur og mengi (1966). Kennsla í nýju stærðfræðinni skv. bókum Bundgaards og Guðmundar Arnlaugssonar hófst samtímis í barna- og gagnfræðadeildum árið 1966. Snemma sama ár, 1966, hafði Sveinbjörn Björnsson tekið saman skýrslu þar sem borin var saman kennsla í stærðfræði og raungreinum á Íslandi og á Norðurlöndum. Niðurstöður voru þær að Íslendingar stæðu Norðurlöndunum hvergi á sporði í téðum námsgreinum og úrbóta væri þörf. Að beiðni ráðherra menntamála, dr. Gylfa Þ. Gíslasonar, sem var einnig ráðherra málefna OEEC/OECD, gerði Sveinbjörn ítarlega verk- og kostnaðaráætlun um endurnýjun námsefnis í eðlisfræði. Dr. Gylfi setti á laggirnar skólarannsóknir árið 1966. Þær urðu síðan að Skólarannsóknadeild ráðuneytisins sem tók allt menntakerfið til endurskoðunar. Fyrstu verkefnin voru endurskoðun á eðlisfræðikennslu að tillögu nefndar Sveinbjörns og endurskoðun á stærðfræðikennslu sem þegar var hafin að frumkvæði Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Rök Guðmundar fyrir breytingum á náms- efni koma fram í formála að kennslubók hans, Tölum og mengjum: Áhersla á leikni og vélrænum vinnubrögðum hefur þokað fyrir kröfum um aukinn skilning. Þessi þróun hefur ýtt nokkrum grundvallarhugtökum úr rökfræði, mengja- fræði og algebru niður á barnaskólastig. Reynsla víðs vegar að bendir til þess, að börn – og það jafnvel á unga aldri – eigi tiltölulega auðvelt með að tileinka sér þessi hugtök, sem áður voru eigi kynnt fyrr en á háskólastigi, og hafi gaman af þeim. Enn fremur virðast þau stuðla að auknum skýrleik og nákvæmni í hugsun og reikningi (Guðmundur Arnlaugsson, 1966: 4). Nýstærðfræðin olli miklu umróti. Skólar og kennarar voru lítt búnir undir að takast á við námsefnið og fyrir valinu hafði orðið óvenju fræðilegt og þurrt efni fyrir barnakennsluna, námsefni Agnete Bundgaard. Fljótlega var ákveðið að skapa frá grunni nýtt íslenskt námsefni fyrir barnaskóla en áður hafði engum verið treyst til þess. Eftir nýstærðfræðina losnaði óvænt um frumkvæði og sköpunarkraft kennara. Áhugavert er að draga fram hverjar voru raunverulegar ástæður róttækra breytinga á stærðfræðikennslu á Íslandi á árabilinu 1964– 1974. Ástæður kennaranna voru vonir um aukinn skilning á stærðfræðinni. Stöðnunin var auðsæ. Ástæður yfirvalda voru væntingar um efnahagslegan og félagslegan ávinning. Vonir beggja rættust aðeins að takmörkuðu leyti, en tilraunin varð til að hreyfa við hugmyndum fólks um stærðfræðinám og -kennslu og leysa frumkvæði kennara úr læðingi. Raunar var ekki aðeins hreyft við hugmyndum íslensks skólafólks um stærðfræði heldur hafði nýstærðfræði áhrif á stærðfræðikennara um heim allan og við hana má miða upphaf stærðfræðimenntunar sem rannsóknarefnis og fræðigreinar. Lokaorð Stiklað hefur verið á stóru um þróun stærðfræðimenntunar á Íslandi og staðnæmst við helstu tímamót. Að hverjum tímamótum er aðdragandi sem ekki verður rakinn hér né heldur framvinda mála. Aðeins er fjallað um niðurstöður til að draga fram meginatriði. Þau eru tvenns konar en af sama toga. Annars vegar eru væntingar sem yfirvöld gera sér um árangur af stærðfræðimenntun. Hins vegar er um að ræða framtak einstaklinga sem vinna að breytingunum, frumkvöðla sem hafa eigin væntingar um árangur verka sinna. ü Á þrettándu öld þýddi óþekktur höfundur ritgerðina Algorismus. Nokkur tímamót í sögu stærðfræðimenntunar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.