Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 25

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 25
23 Þáttabygging kennslukönnunar í grunnnámi við Háskóla Íslands1 Einar Guðmundsson Háskóla Íslands Notuð var meginásaþáttagreining (principal axes factor analysis) til að athuga þáttabyggingu kennslukönnunar í grunnnámi við Háskóla Íslands (H.Í.). Samtals voru 9075 svör við 21 stað- hæfingu um nám og kennslu þáttagreind í 518 námskeiðum þar sem 518 kennarar kenndu. Gagnasafnið var þáttagreint á tvo vegu. Annars vegar út frá einstökum svörum stúdenta en hins vegar út frá meðaltali staðhæfinga í hverju námskeiði. Samhliðagreining (parallel analysis) var notuð til að ákvarða fjölda þátta í gagnasafninu. Til að athuga stöðugleika þátta voru fyrst dregin tvö handahófsúrtök úr gagnasafninu og staðhæfingarnar 21 þáttagreindar í hvoru úrtaki fyrir sig. Fram komu þrír þættir með sama inntaki í báðum úrtökum sem skýrðu 59% (úrtak A) og 60% (úrtak B) af heildardreifingu staðhæfinganna. Þegar meðaltal staðhæfinga var þáttagreint í gagnasafninu í heild komu einnig fram þrír þættir með sama inntaki og áður sem skýrðu 71% af heildardreifingu staðhæfinganna. Þegar einstök svör stúdenta við staðhæfingunum 21 voru þáttagreind í átta háskóladeildum komu fram sömu þrír þættir í öllum deildum og skýrðu á bilinu 59,21% (Lagadeild) til 66,97% (Hjúkrunarfræðideild) af heildardreifingu 21 staðhæfingar. Áreiðanleiki þátta er viðunandi og eru alfastuðlar á bilinu 0,81 til 0,97. Meginniðurstaða rannsóknarinnar er að kennslukönnun við H.Í. samanstendur af þremur stöðugum þáttum. Einn þessara þátta, kennsla, inniheldur 14 staðhæfingar sem lúta að kennslu, skipulagi námskeiðs, samskiptum kennara og stúdenta, námsmati og afrakstri námskeiðs. Annar þáttur, kennsluaðstaða, inniheldur fimm staðhæfingar sem flestar lúta að aðstöðu til verklegrar kennslu og sá þriðji, vinnuálag, samanstendur af tveimur staðhæfingum um vinnuálag í námskeiði og þyngd námskeiðs. Almennt undirstrika niðurstöðurnar mikilvægi þess að kennslukönnun við H.Í. í grunnnámi sé túlkuð út frá þremur þáttum í stað einstakra staðhæfinga eins og nú er gert. Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007, 23–37 Í flestum vestrænum háskólum fer fram reglubundið mat á kennslu. Algengast er að matið felist í því að stúdentar svari safni spurninga eða meti staðhæfingar um nám og kennslu. Erlendis, einkum í bandarískum háskólum, er margra áratuga hefð fyrir notkun spurningalista sem stúdentar svara til að meta nám og kennslu (Centra, 1993; Wachtel, 1998). Dæmi um útbreidd matstæki af þessu tagi eru SIR-II (Centra, 1998) og SEEQ (Marsh 1982a, 1982b, 1983, 1984). Hérlendis hefur stúdentamat á kennslu verið þróað við Háskóla Íslands frá árinu 1988 (Eru kennslukannanir nytsamlegar?, 1998). Aðrar aðferðir við mat á háskólakennslu (jafningjamat, myndbandsupptökur af kennslu, sjálfsmat kennara, mat útskrifaðra stúdenta, verkefna- og ferilmöppur, viðtöl við stúdenta, mat sérfræðinga í kennslu) eru ekki jafn algengar og stúdentamat. Ástæðan er fyrst og fremst kostnaður og tími sem fer í matið fremur en að þær aðferðir þyki síðri. Það hefur Hagnýtt gildi: Greinin gagnast þeim sem nota kennslukannanir í skólum til að meta ágæti kennslu en þó sérstaklega háskólakennurum og stjórnendum í háskólum. Niðurstöður rannsóknarinnar undirstrika mikilvægi þekkingar á þáttabyggingu kennslukannana og stöðugleika þeirra þegar teknar eru mikilvægar ákvarðanir um kennara og kennslu út frá niðurstöðu þeirra. Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 1 Rannsóknin var fjármögnuð af kennslumálanefnd Háskóla Íslands.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.