Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Page 27

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Page 27
25 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 Þáttabygging kennslukönnunar við Háskóla Íslands Aðferð Gagnasafn Notuð eru gögn úr kennslukönnun við H.Í. vorið 2004 úr öllum deildum skólans. Samtals voru 12282 rafrænir spurningalistar fylltir út í grunnnámi (nám til BA- eða BS-prófs). Svörin eru mun fleiri en heildarfjöldi stúdenta sem svöruðu könnuninni. Þetta stafar af því að stúdentar gátu svarað könnuninni oftar en einu sinni eða jafnoft og námskeiðin sem þeir voru skráðir í voru mörg. Í sumum námskeiðum voru tveir eða fleiri kennarar metnir og stúdentar gátu metið tvö eða fleiri námskeið. Í grunnnámi voru 728 kennarar metnir í kennslukönnuninni í 614 námskeiðum. Í grunnnámi var um 61% námskeiða metið einu sinni, um 24% þeirra tvisvar sinnum og um 15% þeirra þrisvar sinnum eða oftar. Flestir kennarar í grunnnámi voru metnir einu sinni í kennslukönnuninni, eða um 66% þeirra, um 20% þeirra voru metnir tvisvar sinnum og um 14% kennara voru metnir í þremur til sex námskeiðum. Hreinsað gagnasafn. Til að draga úr hugsanlegri skekkju vegna endurtekinna svara stúdenta og endurtekins mats á einstökum kennurum var ákveðið að miða tölfræðigreiningu gagnanna í grunnnámi eingöngu við að hver kennari væri metinn einu sinni í grunnnámi. Áður en úrvinnsla gagna hófst var gagnasafnið hreinsað með eftirfarandi hætti. Í fyrsta lagi voru þau námskeið fjarlægð úr gagnasafninu þar sem upplýsingar vantaði um auðkenni kennara. Í þessum tilvikum var óljóst hvort einn eða fleiri kennarar voru metnir í tilteknu námskeiði. Í öðru lagi voru öll námskeið fjarlægð úr gagnasafninu þar sem færri en fimm stúdentar mátu kennara. Í þriðja lagi var valið eitt námskeið af handahófi af tveimur eða fleiri námskeiðum þegar kennari var metinn í fleiri en einu námskeiði. Í gagnasafninu í grunnnámi kom hver kennari því aðeins einu sinni fyrir en ekki oftar. Þegar gagnasafnið fyrir grunnnám hafði verið hreinsað með framangreindum hætti stóðu eftir 9075 rafrænir spurningalistar í 518 námskeiðum þar sem 518 kennarar kenndu. Kennslukönnun við H.Í. Í gagnasafninu eru 37 breytur. Af þessum fjölda eru 25 breytur notaðar til að meta kennslu og námskeið, 10 vísa til sérkenna námskeiðs og stúdents, og tvær eru skriflegar athugasemdir stúdenta um námskeið, kennslu og námsgögn. Í 1. töflu er yfirlit um breytur í gagnasafninu. Samtals eru 24 af 25 staðhæfingum kennslukönnunar við H.Í. metnar á fimm punkta raðkvarða. Ein staðhæfing er metin á níu punkta raðkvarða (21. breyta í 1. töflu). Framkvæmd Könnunin var opnuð á vef Háskóla Íslands þegar tæpar þrjár vikur voru eftir af vormisseri 2004. Stúdentar gátu á tæpum þremur vikum svarað könnuninni um þau námskeið sem þeir voru skráðir í. Úrvinnsla gagna Gagnasafnið var þáttagreint á tvo vegu. Annars vegar út frá einstökum svörum stúdenta en hins vegar út frá meðaltali staðhæfinga í hverju námskeiði. Í fyrra tilvikinu er unnið með breytileika sem fram kemur milli stúdenta í mati á kennurum og námskeiðum. Í síðara tilvikinu (meðaltal staðhæfinga) er dregið úr þessum breytileika en breytileiki milli kennara (eða námskeiða) hámarkaður. Þegar svör stúdenta eru notuð sem grunneining í þáttagreiningu (í stað meðaltals fyrir hverja staðhæfingu í námskeiði) er ekki greint á milli samdreifni (covariation) af tvennum toga, þ.e.a.s. annars vegar samdreifni innan námskeiða og hins vegar samdreifni milli kennara (eða námskeiða). Þar sem kennslukönnunin við H.Í. er kennaramiðuð er eðlilegt að miða þáttagreiningar við meðaltal staðhæfinga. Það er gert í þessari rannsókn. Þegar gögnin eru þáttagreind með þessum hætti eru námskeið grunneining úrvinnslunnar og fjöldi í þáttagreiningunum jafngildir fjölda námskeiða (N=518). Til að geta borið niðurstöður þessarar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.