Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Page 43

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Page 43
41 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 Að kenna í ljósi fræða og rannsókna 1. Nemendur koma í skólastofuna með ákveðnar hugmyndir um það hvernig heimurinn virkar. Ef þessi skilningur þeirra er látinn óhreyfður er hætta á að þeir nái ekki tökum á nýjum hugtökum og upplýsingum, eða að þeir læri eingöngu til að nota á prófum í skólum, en að gamli skilningurinn ráði utan kennslustofunnar. 2. Til að þróa með sér færni á einhverju sviði verður nemandi að: (a) búa yfir góðri undirstöðuþekkingu (staðreyndum), (b) skilja staðreyndir og hugmyndir í samhengi, og (c) skipuleggja þekkinguna með þeim hætti að hún sé tiltæk og nothæf. 3. Stefna þarf að því í kennslu að gera nemendur meðvitaða um eigið nám og námshætti („metacognitive“ approach to instruction). Þetta hjálpar nemendum við að ná stjórn á eigin námi, þeir setja sér sjálfir markmið og fylgjast með því hvernig gengur að ná þeim. Vilji kennarar taka þessar niðurstöður alvarlega, segir í riti Bandaríska vísindaráðsins, verða þeir að kenna með öðrum hætti en tíðkast. Hefðin kennir okkur að líta á þekkingu sem eitthvað þarna úti, einhvers konar fróðleik, og að hlutverk kennara sé umfram allt að koma fróðleiknum til skila. Hin nýju viðhorf, byggð á rannsóknum, beina athygli okkar að nemendum, segja okkur að þeir séu ekki (og hafi aldrei verið) ílát fyrir þekkingu heldur séu þeir sjálfir þekkingarsmiðir. Strax á unga aldri byrjar barnið að hanna sinn þekkingarheim og um það leyti sem það byrjar í skóla hefur það gert sér margvíslegar hugmyndir um heiminn og mannlífið (Gardner, 1991). Því miður er fátt sem bendir til þess að kennarar almennt taki mið af slíkum hugmyndum enda kennir hefðin okkur að mestu máli skipti að „koma námsefninu til skila“ eða „komast yfir efnið“ eins og sagt er. Hættan sem fylgir því að taka ekki forhugmyndir nemenda með í reikninginn er hins vegar sú að nemendur læri í raun harla lítið, að hin nýja þekking verði nokkurs konar hliðarefni í huga nemenda og gleymist um leið og prófið er yfirstaðið meðan forhugmyndirnar sem nemendur skópu sér sjálfir (og eru oft á skjön við vísindin) lifa áfram góðu lífi (Cobern, 1996; Kristján Kristjánsson, 2002). Niðurstöður rannsókna á hugsun og námi barna leggja að skólum og kennurum að þróa nýja starfshætti, segir Linda Darling- Hammond (1999) og leggur áherslu á að ef kennari ætlar sér að tryggja að nemendur hans læri vel verði hann að læra á þá. Hann verði að kynnast hugmyndum þeirra, hvað sé bitastætt í þeim og hvað ekki, og hjálpa þeim að þróa þessar hugmyndir enn frekar og efla um leið hugsun sína. Og þetta gera kennarar ekki af brjóstvitinu einu saman eða með því að feta í fótspor feðranna: Til að þróa með sér þá þekkingu sem ég hef lýst verða kennarar að fara út fyrir þá reynslu sem þeir fengu sjálfir í skóla og læra með öflugri aðferðum en áður, ekki láta sér nægja að lesa og tala um nýjar kennsluhugmyndir. Eigi verðandi kennurum að lánast að þróa með sér slíka þekkingu nægir þeim hvorki reynslan ein og sér né fræðin ein og sér. Þeir verða að tvinna þetta saman, láta hvort um sig styðja við hitt. Þessi samþætting fræða og starfs í ljósi dýpri þekkingar á námi, þroska og kennslu er líklega lykilatriði í kennaramenntun í upphafi nýrrar aldar. ( Darling-Hammond, 1999, bls. 227) Ég tek undir þessi orð Darling-Hammond. En hvernig gerum við þetta? Hvernig troðum við nýjar slóðir í kennaramenntun? Rannsóknir gefa til kynna að það sé ekki auðvelt; að nýútskrifaðir kennarar leiti gjarnan í fótspor feðranna þegar þeir fara að kenna. Skoðum þetta aðeins nánar. Að hrökkva í gamla gírinn Margt bendir til að ný þekking og ný viðhorf sem mótast gegnum rannsóknir og fræðastörf eigi ekki greiðan aðgang að skólastarfi. Dan Lortie (1975) vakti athygli á þessu fyrir margt löngu í hinni þekktu bók sinni, The Schoolteacher, og komst að þeirri niðurstöðu að þegar nýútskrifaðir kennarar færu að kenna hrykkju þeir yfirleitt í „gamla gírinn“, þ.e. tækju upp starfshætti af þeirri gerð sem þeir hefðu sjálfir upplifað í skóla. Það er félagsmótunin sem er hér að verki, segir Lortie. Áður en fólk byrjar formlegt kennaranám hefur það verið þúsundir klukkustunda í návígi við kennara og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.