Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Page 46

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Page 46
44 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 með það í huga að þróa hugmyndir sínar væntanlegum nemendum til hagsbóta. Að baki slíkri sýn á kennaranám leynist gjarnan sú hugsun að breytingar á grunnviðhorfum leiði til breytinga á starfsháttum. Eins og Wideen og félagar (1998) benda á ættu menn að stilla slíkum væntingum í hóf. Vettvangurinn er ekki bara eitthvert leiksvið þar sem kennarinn dansar eftir nótum sem hann fékk eða bjó sér til í kennaranáminu. Þar eru aðrir kennarar og þar eru raunverulegir nemendur og þar eru ákveðin lífsform og viðhorf og hefðir í gangi og allt þetta hefur sín áhrif á hinn nýútskrifaða kennara, sem áttar sig nú á því að þó hann sé útskrifaður á hann býsna margt ólært: Nú er komið að því að læra í starfi, byggja upp haldgóða starfsþekkingu. Sérfræðiþekking og starfs- þekking Árið 1997 lokaði Háskólinn í Chicago kennslufræðideild sinni. Í kjölfarið birtist í Education Week grein eftir kennara nokkurn, Basset að nafni, þar sem hann segist ekki gráta lokun deildarinnar. Hann hafi verið kennaranemi þar í eina tíð og lítið lært af náminu enda hafi það verið fræðilegt og úr tengslum við raunverulegt skólastarf. Menn mega ekki gleyma því, sagði Basset, að kennsla er iðn en ekki vísindi (craft, not a science). Mary M. Kennedy (1999) segir þessa sögu í upphafi greinar sem hún kallar „Ed Schools and the Problem of Knowledge“. Hún grípur staðhæfingu Bassets á lofti og skrifar: Þetta er áhugaverð kenning. Ef kennsla er iðn frekar en vísindi, og ef hún lærist heldur á vettvangi en í sölum háskólanna þá er eðlilegt að spyrja hvort kennaramenntun eigi sér tilverurétt og þá um leið hvort það sé nokkurt vit í því að vera að stunda rannsóknir á þessu sviði… Fullyrðing [Bassetts] um að kennsla sé iðn sem byggist ekki á rannsóknum snertir kjarnann í umræðunni um hvort kennslu- og menntunarfræði hafi eða geti haft þýðingu fyrir kennslu eða aðrar athafnir tengdar skólastarfi, t.d. ráðgjöf, stjórnun, námskrárþróun og stefnumótun. Ber að skoða allar þessar athafnir sem iðnir (crafts)? Gagnast þeim í reynd nokkuð sú formlega þekking sem sprettur af rannsóknum og birtist í bókum? (Kennedy, 1999, bls. 30) Sumir myndu kannski vísa orðum Bassetts til föðurhúsanna og segja þær innantómt blaður og enduróm af gömlum og úreltum viðhorfum til kennaramenntunar. Það gerir Kennedy ekki. Hún tekur þau alvarlega, telur að Bassett og hans líkar hafi nokkuð til síns máls, að hér sé við raunverulegan vanda að glíma sem kennaraskólar verði að taka alvarlega. Hún minnir á að kennaraskólar hafa löngum verið gagnrýndir fyrir að veita ekki nógu góða starfsmenntun og að þessi gagnrýni komi ekki aðeins utan frá (t.d. frá kennurum og stjórnmálamönnum) heldur líka innan frá, úr röðum fræðimanna um kennaramenntun, en margir þeirra halda því fram að sú fræðilega þekking sem kennaraskólar leggja jafnan áherslu á komi kennurum að litlu haldi og jafnvel að raunverulegt kennaranám eigi sér stað eftir að formlegu kennaranámi lýkur, að kennarar læri fyrst og fremst að kenna út frá þeirri reynslu sem þeir verða fyrir í starfi. Er þetta veruleikinn? – spyr Kennedy. Er hugsanlegt, bætir hún við, að sú sérfræðiþekking sem kennaraskólar byggja starfsemi sína á eigi í raun ekkert erindi við kennara, að hún sé, þegar grannt er skoðað, ósamrýmanleg starfsþekkingu kennara? Til að svara spurningunni fer hún þá leið að greina þær gerðir þekkingar sem hér um ræðir. Starfsþekking (craft knowledge) kennara, segir Kennedy, er reynslubundin þekking, sprottin af reynslu í starfi og í lífinu yfirleitt. Hún er alla jafnan óyrt (tacit) en birtist sem lifandi afl í háttum kennarans, hreyfingum hans, látbragði, talsháttum og framkomu. Sérfræðiþekking (expert knowledge) er hins vegar afurð rannsókna. Megineinkenni hennar, segir Kennedy, er að hún er yrt, sett fram í orðum og setningum (propositional) og það er einmitt þetta sem gerir hana meðfærilega og aðgengilega: það sem sett hefur verið fram í orðum finnur sér leið inn í tímarit, bækur og tölvur; verður að textum sem þú og ég getum Að kenna í ljósi fræða og rannsókna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.