Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Page 49

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Page 49
47 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 Að kenna í ljósi fræða og rannsókna sögð finnst mér ég geta tekið heilshugar undir með Kennedy þegar hún segist sannfærð um að sérfræðiþekking geti orðið kennurum mikilvægur vegvísir í starfi. Ég upplifði þetta á eigin skinni. Á hinn bóginn finnst mér mikilvægt að undirstrika að sú endurnýjun sem ég upplifði á sjálfum mér sem kennara þegar ég komst í tæri við hugsmíðahyggjuna og rannsóknir á forhugmyndum nemenda gerðist ekki á einni nóttu og gekk ekki átakalaust fyrir sig. Ég hafði, áður en ég kynntist þessum nýju hugmyndum, lagað mig að ríkjandi viðhorfum í menningu framhaldsskólans, til dæmis hugmyndinni um yfirferð, að það skipti mestu máli að komast yfir sem mest námsefni á sem stystum tíma. Eitt af slagorðum hugsmíðahyggjunnar er hins vegar „minna er meira“ (less is more) og felur í sér þá hugmynd að betra sé (ef nemendur eiga að læra vel) að fara yfir heldur minna efni en gera því sem fengist er við þeim mun betri skil, til dæmis með athugunum af ýmsu tagi og samræðum við nemendur. Eins og gefur að skilja varð úr þessu heilmikil togstreita sem ég geri nokkur skil í fyrrnefndri grein (Hafþór Guðjónsson, 1991) undir yfirskriftinni „baráttan við yfirferðardrauginn“. Í stuttu máli lenti ég í því að verða á eftir félögum mínum sem voru að kenna sama námsefnið og þetta olli mér nokkrum kvíða, sérstaklega þegar lokaprófið nálgaðist. Þannig er þetta gjarnan með nýjar hugmyndir, þær eiga erfitt uppdráttar við aðstæður sem voru hannaðar í ljósi eldri hugmynda. Í framhaldsskólum gildir ekki lögmálið „minna er meira“ heldur lögmálið „meira er meira“. Og þar er þekking ekki eitthvað sem nemendur búa til í hugskoti sínu heldur eitthvað sem „liggur fyrir“ og hefur verið „hugsað út í gegn“. Hlutverk framhaldsskólakennarans er að koma „því sem liggur fyrir og hefur verið hugsað“ til skila og það er hlutverk nemenda í framhaldsskólum að taka við þessu úthugsaða (kenningum, lögmálum, reglum, staðreyndum), kyngja því sem kennarinn segir og því sem stendur í námsbókunum, þiggja hugsanir annarra. Framhaldsskólinn hefur takmarkað rými fyrir hugsun, hugmyndir og viðhorf nemenda. Þannig hefur þetta verið um langan aldur og þetta hefur mótað kennara, mann fram af manni, kynslóð eftir kynslóð. Og þetta á líka við um önnur skólastig, grunnskólann og háskólann, jafnvel kennaraskóla eins og Zeichner og Tabachnick (1981) ýja að. Sú slóð sem aðrir hafa troðið og sú menning og það kerfi sem hefur þróast í kringum þessa slóð sogar fólk til sín (Davis og Sumara, 1997). Það er ekki auðvelt að víkja af þessari slóð, fara að hugsa öðruvísi og gera öðruvísi en hinir. Það getur orðið einmanaleg iðja. Skóli er samfélag og í samfélagi er fólk gjarnan samstiga, hneigist til að gera hluti saman og tala saman. Þó maður hafi aðrar hugmyndir en gerist og gengur vill maður samt „vera með“, taka þátt í störfum þess skólasamfélags sem maður tilheyrir. Og þetta er, að mínu mati, ein af ástæðum þess að nýjar hugmyndir (sérfræðiþekking) eiga erfitt með að festa rætur í skólum: Þær falla ekki að þeirri orðræðu sem fyrir er, samræmast ekki þeim talsháttum sem mótast hafa í samfélaginu. Kennaranemi sem kemur með nýjar hugmyndir inn í skólasamfélagið finnur fljótlega að þær „eiga ekki við“ eða að „hér tala menn ekki á þessum nótum“. Og kennaraneminn vill að sjálfsögðu vera með á nótunum. Hann vill ekki lenda utangarðs. Það er við ramman reip að draga. Jafnvel þó kennaranemi sé ágætlega að sér í fræðunum og tilbúinn til að troða nýjar slóðir í kennslu þá er viðbúið að honum verði lítið ágengt. Ef marka má Jerome Bruner (1996) þá hefur hugsmíðahyggja eða álíka hugmyndir ekki náð að festa rætur í skólastarfi í okkar heimshluta. Kennarar beita alla jafnan ekki einhverjum fræðum sem þeir lærðu um í kennaranámi. Þeir kenna frekar í samræmi við hugmyndir sem þeir hafa alist upp við og eru svo samgrónar hugsun þeirra og starfsháttum að þeir koma ekki auga á þær. Þetta er óyrt reynsluþekking sem kennarar hafa drukkið í sig úr menningunni og því yfirleitt og að mestu leyti ómeðvituð. Að mati margra fræðimanna sem fást við kennaramenntun er lykilatriði að kennaranemar taki slíkar hugmyndir til skoðunar strax í upphafi kennaranáms, að þeim sé hjálpað til að skoða sinn eigin farangur, átta sig á því hvers konar hugmyndir og talshætti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.