Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Qupperneq 51

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Qupperneq 51
Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 Að kenna í ljósi fræða og rannsókna Kessels, 1999) er greint frá því að við Háskól- ann í Utrecht sé unnið með kennaranemum á öðrum nótum en almennt gerist og, ef marka má óháðar matsrannsóknir sem gerðar hafa verið á þessari starfsemi – og sagt er frá í greininni, þá virðist hún ganga nokkuð vel. Kennaranemar þar virðast ánægðari með námið en gengur og gerist meðal kennaranema í öðrum kennaraskólum í Hollandi. Einnig hafa rannsóknir á kennaranemum við Háskólann í Utrecht leitt í ljós að þeir virðast ekki eða síður verða varir við hina alræmdu gjá milli fræða og starfs sem stríðir kennaranemum víða annars staðar: þeir virðast síður lenda í þeirri stöðu að finnast það sem þeir voru að læra í kennaraskólanum ekki eiga við á vettvangi. Teoríu-praksís-gjáin virðist minnka! Hvernig má það vera? Hvað er eiginlega í gangi þarna í Utrecht? Í stuttu máli: Hlutunum er snúið á haus. Það er ekki unnið út frá hugmyndinni „úr fræðunum yfir í praksís“ heldur út frá hugmyndinni „úr praksís yfir í fræðin“. Grunnhugmyndin er einföld: Við lærum yfirleitt best með því að takast á við praktísk viðfangsefni sem krefjast lausna og hvetja okkur til dáða. Við Háskólann í Utrecht byrja kennaranemar ekki með kenningar um skólastarf. Þeir byrja með praktísk viðfangsefni sem vekja þá til vitundar um hvað þeir eru sjálfir að hugsa. Eitt af fyrstu verkefnum kennaranemans felst í því að kenna einum nemanda tiltekið efni. Kennaraneminn tekur kennsluna upp á hljóðsnældu, hlustar síðan á upptökuna og reynir, eftir bestu getu, að greina þau orðaskipti sem áttu sér stað. Ef að líkum lætur skynjar kennaraneminn að nemandinn er ekki á sömu bylgjulengd og hann. Hann, kennaraneminn, hefur nú öðlast persónulega reynslu sem segir honum að kennsla sé ekki einfalt mál, að aðrir hugsi ekki endilega eins og hann eða læri eins og hann. Líklegt má telja að þetta hreyfi við kennaranemanum, kveiki forvitni hans og veki jafnvel með honum löngun til að kanna hvað rannsóknir segi um þetta! Korthagen og félagar vara beinlínis við því að fræðum sé „hellt yfir“ kennaranema í upphafi kennaranáms. Þeir verði fyrst að fá tækifæri til að skoða sínar eigin hugmyndir og máta þær við praktísk viðfangsefni, segja þeir. Í gegnum praktíska reynslu á borð við þá sem lýst var hér að framan (kennaranemi að kenna einum nemanda) og með því að ígrunda þá reynslu öðlast kennaraneminn persónulega þekkingu á því starfi sem hann er að læra til. Hlutverk kennaraskólans er að hjálpa honum að þróa þessa þekkingu, hjálpa hugmyndum að fæðast, næra þær og efla í gegnum ný verkefni og viðfangsefni, frekari ígrundanir og umræður, bæði við samnemendur og kennara. En hvað með fræðin? Á bara að stinga þeim undir stól? – kynni nú einhver að spyrja. Svarið er „nei“. Fræðin hafa sínu hlutverki að gegna í líkani Korthagen og félaga en á annan hátt en í beitingarlíkaninu. Í beitingarlíkaninu eru kennaranemum færð eða afhent fræðin (það sem aðrir hafa verið að hugsa) og þess vænst að þeir tileinki sér þau og beiti þeim á vettvangi. Í raunhæfa líkaninu er hins vegar gert ráð fyrir því að til séu tvenns konar fræði: Fræði (með stóru F-i) og fræði (með litlu f-i). Fræðin með stóru F-i eru sérfræðiþekkingin, sú þekking og þau viðhorf sem rekja má til rannsókna og fræðimennsku. Fræðin með litlu f-i eru afurð kennaranemans, hugmyndir sem hann skapar með sjálfum sér út frá eigin reynslu og af samskiptum við annað fólk, í návígi við raunverulegt skólastarf, en líka (þegar best lætur) í návígi við Fræðin (með stóru F-i). Lesandinn skynjar hér væntanlega nærveru hugsmíðahyggju enda byggir líkan Korthagen og félaga að hluta til á þeirri hyggju, þ.e. þeirri trú að raunveruleg þekking sé eitthvað sem býr með manneskjunni, sé hluti af vitsmunalífi hennar. Miðað við þessa sýn eru Fræðin (með stóru F-i) sem kennaraneminn kynnist í kennaranámi ekki eiginleg þekking heldur efniviður í þekkingu eða þekkingarsköpun hans, orð og setningar sem hann getur hugsanlega heimfært, fundið stað í þeim persónulega þekkingarheimi sem fyrir er og þannig aukið sér orðaforða og þroskað með sér nýja talshætti og nýja hugsun (Hafþór Guðjónsson, 2005). 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.