Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 54

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 54
52 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 Lokaorð Í upphafi þessarar greinar vitnaði ég í stefnu Kennaraháskólans þar sem áhersla er lögð á að kennarar framtíðarinnar verði færir um að starfa í ljósi fræða og rannsókna. Um leið og ég lýsti mig sammála þessu markmiði spurði ég hvernig mætti ná því, hvernig best væri að vinna með kennaranemum að þessu marki. Ég hef reynt að nálgast spurninguna með því að rýna í fræðaskrif og rannsóknir sem lúta að viðfangsefninu. Ljóst má vera að það er við ramman reip að draga. Kennarar kenna yfirleitt ekki í ljósi fræða og rannsókna. Þeir styðjast við eigin reynslu og hefðir skólasamfélagsins (Bruner, 1996). Í mörgum tilvikum ræður námsbókin ferðinni (Ingvar Sigurgeirsson, 1992). Og kennaranemar markast af þessu, það sem þeir upplifa í skólum býr með þeim og mótar viðhorf þeirra, jafnvel svo sterkt að kennaranámið hefur óveruleg áhrif á þá. Þeir kennaraskólar sem helst ná árangri, sýnist mér, eru skólar sem taka mið af þessari staðreynd og gera sér far um að vinna út frá og með kennaranemum, hjálpa þeim til að skoða og endurskoða viðhorf sín gagnrýnum augum. Með þessu er ég að ýja að því sem stundum er kallað persónulega víddin í kennaranámi og er að mati margra fræðimanna á sviði kennaramenntunar lykilþáttur í námi kennaranema og starfsfærni kennara (Hafdís Ingvarsdóttir, 2001; Hafþór Guðjónsson, 2005; Katrín Friðriksdóttir og Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2002; Korthagen og Kessels, 1999; Ragnhildur Bjarnadóttir, 2005; Sigríður Pétursdóttir, 2007). Parker J. Palmer (1998) bendir á að kennaramenntunar- stofnanir séu yfirleitt uppteknar af þremur gerðum spurninga. Þær spyrji „hvað eigi að kenna“, „hvernig eigi að kenna“ og (stundum) „til hvers eigi að kenna (hitt og þetta)“. Hins vegar sé sjaldan eða aldrei spurt: Hver kennir? Þetta er bagalegt, segir Palmer, vegna þess að kennsla, líkt og mannlegar gjörðir yfirleitt, á sér rætur í þeim hugmyndum og viðhorfum sem kennarinn sjálfur mótar sér. Þær breytingar sem nú eru fyrirhugaðar á kennaranáminu í Kennaraháskóla Íslands fela í sér meiri fræði og meiri sérhæfingu en áður. Sú hætta blasir við að menn verði svo uppteknir af öllum fræðunum og sérhæfingunni að kennaraneminn – hugmyndir hans – gleymist. Þrátt fyrir aukin áhuga á „persónulegu víddinni“ og hugsmíðahyggju í ýmsum myndum má telja líklegt að yfirfærsluviðhorfið sé enn ríkjandi þekkingarfræði meðal okkar (Britzman, 1991; Bruner, 1996), jafnvel í kennaraskólum. Richardson (1999) bendir á að þó kennarar í kennaraskólum fjalli mikið um hugsmíða- hyggju starfi þeir ekki í þeim anda sem hún boðar. Þeir séu uppteknir af því að koma fræðunum á framfæri en láti undir höfuð leggjast að praktísera þau. Þetta kemur heim við gagnrýni þeirra Zeichner og Tabachnick (1981) sem ég greindi frá í upphafi þessarar greinar: að það sé iðulega djúp gjá milli þess sem kennarar í kennaraskólum boða og þess sem þeir gera sjálfir. Í þeirri nýskipan kennaranáms sem nú er í uppsiglingu við Kennaraháskóla Íslands er lögð áhersla á rannsóknatengt starfsnám: „að nemendur geti hagnýtt sér niðurstöður rannsókna og fræðilega þekkingu á viðkomandi sviði til að takast á við starf sitt á fagmannlegan hátt“ (Stefna Kennaraháskóla Íslands 2005–2010, bls. 6). En hvað með okkur sem kennum verðandi kennurum? Hagnýtum við okkur niðurstöður rannsókna og fræðilega þekkingu í störfum okkar? Störfum við á fagmannlegan hátt? Nýtum við okkur fræðaskrif um kennaramenntun þegar við mótum hið nýja kennaranám? Tökum við mið af nýjum viðhorfum til náms þegar við skrifum námskeiðslýsingar okkar? Rýnum við í rannsóknir á kennslu þegar við spáum í það hvernig við ætlum að kenna? Í ávarpi sem fulltrúi stúdenta hélt á útskriftarhátíð Kennaraháskólans í júní 2007 lagði hann áherslu á að kennarar skólans væru góðar fyrirmyndir. Erum við það? Abstract - Summary Teaching in light of theory and research This is a theoretical and positional paper which explores the relationship between theory Að kenna í ljósi fræða og rannsókna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.