Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 59

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 59
Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 57 Að styrkja „haldreipi skólastarfsins“ Menntun grunnskólakennara á Íslandi í 100 ár Kristín Aðalsteinsdóttir Háskólanum á Akureyri Hagnýtt gildi: Grein þessi getur sérstaklega nýst nemendum er stunda kennaranám og kennurum þeirra því hún veitir innsýn í þróun og stöðu menntunar grunnskólakennara á Íslandi frá upphafi. Ljóst er af því sem hér er ritað hve baráttan fyrir skilningi á kennarastarfinu hefur verið vandasöm og þunglamaleg, langt fram eftir síðustu öld. Á þeirri þróun varð að verða breyting og samvinna fagfólks og ráðamana var nauðsynleg. Úttekt sú sem hér er gerð á samvinnu stjórnvalda, stjórnenda menntastofnana og fagfólks og tenging við nýlegar menntarannsóknir hefur ekki áður birst á þann hátt sem hér er gert. Á árinu 2008 eru 100 ár liðin frá því að kennaramenntun hófst hér á landi. Í þessari grein er rakin þróun og staða kennaramenntunar á Íslandi og athyglinni beint að þeim menntastofnunum sem menntað hafa grunnskólakennara sérstaklega, þ. e. Kennaraskóla Íslands, Kennaraháskóla Íslands og kennaradeild Háskólans á Akureyri. Þótt fræðimenn hafi skrifað sögu alþýðumenntunar hér á landi hefur saga kennaramenntunar ekki enn verið rituð og lítil umræða hefur verið um efnið. Í upphafi síðustu aldar og fram eftir öldinni var skilningur ráðamanna á mikilvægi kennarastarfsins og þörf fyrir menntun kennara lítill. Átök áttu sér tíðum stað á milli stjórnvalda, stjórnenda menntastofnana og fagfólks um skipulag og markmið kennaramenntunar. Margar hugmyndir og viðhorf litu dagsins ljós. Í greininni er fjallað um þá glímu og þá þróun sem sagan leiðir í ljós. Fjallað er um baráttuna fyrir formlegri menntun kennara, átökin við flutning kennaramenntunar á háskólastig og glímuna við að fá kennaranámið lengt úr þremur árum í fjögur. Greint er frá heildarmati því er fram fór á kennaramenntuninni á árunum 1997–98, áhrifum þess á kennaramenntunina og ábendingar skoðaðar í ljósi menntarannsókna. Að lokum er dregin upp mynd af stöðu kennaramenntunar um þessar mundir. Menntun er meginstoð lýðræðis, hún er undir- staða menningar og almennrar velferðar. Í skýrslu UNESCO um nám á 21. öldinni kemur fram að menntamál margra landa sæta auknum þrýstingi og gagnrýni. Menntun verður að vera árangursrík enda grundvöllur allrar færni og möguleika fólks á að geta haft áhrif á umhverfið á komandi tímum. Markmiðið er að þroska hvern mann og bæta samfélög manna, læra að lifa í sátt og samlyndi og geta starfað með öðrum. Þannig þarf menntun að miða að því að hver og einn verði betri maður (Delors, 1996). Í slíkri framtíðarsýn er ekki rúm fyrir hefðbundin svör við menntunarkröfum, þ.e. að menntun snúist fyrst og fremst um magn og þekkingaröflun. Það nægir ekki að búa hvert barn snemma á ævinni út með þekkingarforða sem það getur síðan nærst á það sem það á eftir ólifað. Hver og einn þarf að eiga kost á námi allt sitt líf; til að efla þekkingu sína, hæfni og viðhorf, og enn fremur til að geta aðlagast flóknum heimi í samskiptum við annað fólk (Delors, 1996). Delors heldur því fram að menntun vegi þungt í persónu- og félagsþroska Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007, 57–82
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.