Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 61

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 61
59 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 við eftirfarandi spurningum: 1. Hvernig hefur menntun grunnskóla- kennara þróast hér á landi í 100 ár? 2. Hvernig hafa stjórnvöld með viðhorfum sínum, ákvörðunum og aðgerðum mótað skipulag á menntun grunnskóla- kennara? 3. Er menntun grunnskólakennara um þessar mundir í samræmi við markmið Aðalnámskrár grunnskóla og alþjóð- legar yfirlýsingar um menntun? Söguleg þróun kennara- menntunar Þótt aðrar þjóðir hefðu um langa hríð haft skilning á því að almenn menntun væri undirstaða að heill og sæmd þjóðar áttu Íslendingar fram á miðja nítjándu öld ekki svo mikið sem einn barnaskóla (Magnús Helgason, 1934). Þótt ekki væri til sérstök kennarastétt eða skólahúsnæði töldu margir að alþýða manna á Íslandi á 19. öld væri vel að sér og yfirleitt vel menntuð. Vitað er að feður, mæður, vinnumenn og vinnukonur miðluðu börnum eins og kostur var af þekkingu sinni og færni, enda var í gildi tilskipan um húsaga á Íslandi frá 1746 þar sem ætlast var til að húsbændur kenndu börnum lestur og kristindóm. Fræðsluskylda, sem gerði kröfur um kennslu í lestri og kristinfræði, var í landinu þótt skólaskylda væri engin. Eftirlit með fræðslunni var í höndum presta en nákvæmustu fyrirmæli um fræðsluskyldu voru reglur Skálholtsbiskupsdæmis frá 1790. Þar var meðal annars tekið fram að ef foreldrar eða vinnuhjú vanræktu fræðsluskylduna yrði, með samþykki foreldranna, að taka börnin frá þeim og koma þeim fyrir annars staðar, þar sem þau ættu kost á fræðslu (Bragi Guðmundsson og Gunnar Karlsson, 1997). Árið 1880 voru lög (nr. 2/1880) samþykkt á Alþingi Íslendinga, en með þeim kom krafa um uppfræðslu í skrift og reikningi til viðbótar lestrarkennslunni. Við þessar aðstæður, í lok 19. aldar, þegar um 80% þjóðarinnar bjuggu utan þéttbýlis, var kennsluúrræði strjálbýlisins svokallaðir farskólar. Samkvæmt þeirri tilhögun kenndu farkennarar nokkrum hópi barna í samkomuhúsum eða á sveitabæjum. Farskólar voru við lýði allt fram yfir miðja síðustu öld. Það voru alþingismennirnir og feðgarnir Þórarinn Böðvarsson í Görðum og Jón sonur hans sem fyrstir stóðu að frumvarpi á Alþingi árið 1887 um bætta kennaramenntun og lögðu til að stofnaðir yrðu tveir kennaraskólar hér á landi (Magnús Jónsson, 1958). Þar skoruðu þeir á landsstjórnina að hlutast til um að kennsla í uppeldisfræðum með verklegum æfingum færi fram við alþýðu- og gagnfræðaskólann í Flensborg (Guðmundur Finnbogason, 1947). Frumvarpið hlaut ekki náð í þinginu og liðu um tveir áratugir þar til Alþingi sá ástæðu til að stofna kennaraskóla. Hið íslenska kennarafélag, sem stofnað var 1889, áður en formleg kennaramenntun komst á í landinu, krafðist einnig faglegrar starfsmenntunar fyrir kennara. Á fyrsta aðalfundi þess flutti Þorvaldur Thoroddsen náttúrfræðingur tillögu um að skora á Alþingi að sjá svo um að alþýðuskólakennurum yrði greiddur vegur til mennta (Lýður Björnsson, 1981). Jón Þórarinsson tók síðar við stjórn Flensborgarskóla í Hafnarfirði eftir að hafa kynnt sér barnafræðslu og kennaraskóla erlendis, en faðir hans, Þórarinn Böðvarsson, hafði lagt grunninn að Flensborgarskóla með gjafabréfi til skólans og tekið fram að ætlunarverk skólans væri að gera menn færari um að kenna börnum (Magnús Helgason, 1934). Árið 1892 samþykkti Alþingi að veita fé af fjárlögum til kennaramenntunar við Flensborgarskólann (Guðmundur Finnbogason, 1947). Í upphafi var efnt til námskeiða um kennslu sem stóðu aðeins í nokkrar vikur. Ekki nutu námskeiðin meiri vinsælda en svo að þau féllu niður á árunum 1895–1896 vegna ónógrar þátttöku. Árið 1896 var brugðið á það ráð að bjóða upp á eins vetrar nám fyrir barnakennara við Flensborgarskólann, til viðbótar tveggja ára gagnfræðaprófi, og stóð sú tilhögun til ársins 1908. Þar voru kenndar allar kennslugreinar barnaskóla, uppeldisfræði og síðan voru æfingar í barnakennslu. Alls Að styrkja haldreipi skólastarfsins
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.