Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 63

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 63
61 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 kennara frá 1947 (nr. 16/1947). Lögin áttu að stuðla að kennslufræðilegum rannsóknum, framhalds- og endurmenntun kennara, útgáfu leiðbeiningarrita og sérstakur æfingaskóli skyldi stofnaður. Broddi Jóhannesson (1983), fyrrverandi skólastjóri Kennaraskólans og fyrsti rektor Kennaraháskóla Íslands, segir lög þessi hafa markað tímamót í sögu lagasetningar um menntun kennara, þar sem þau sýndu nýjan skilning á hlutverki skólans og samtök kennara hafi heils hugar tekið undir þann skilning. Í lögunum kom fram breytt viðhorf og vilji. Samt sem áður fékkst ekki fé til að kosta margar þær breytingar sem fyrirheit voru gefin um (Ólafur J. Proppé, Sigurjón Mýrdal og Bjarni Daníelsson, 1993), og átti sú hindrun eftir að fylgja tilraunum til úrbóta alla öldina. Jónas Pálsson (1987) lýsir því svo að allt frá stofnun Kennaraskólans árið 1908 hafi skólinn átt erfitt uppdráttar, kennaranámið hafi að mestum hluta verið líkast menntaskólanámi og áherslan á sérstaka starfsmenntun kennara verið rýr. Hann segir þetta afleiðingu slakrar tilfinningar valdamanna á þessum árum fyrir gildi sérstakrar starfsmenntunar kennara og því miður almennings sem einnig kom fram í áhugaleysi hans um skólamál. Í kjölfar laga um kennaramenntunina árið 1963 (nr. 23/1963) urðu allmiklar breytingar á starfsháttum Kennaraskólans. Nemendur skyldu fást við færri námsgreinar hverju sinni og þannig einbeita sér betur að hverju námssviði og þroska með sér sjálfstæð vinnubrögð; stefnt var að sérhæfingu og valfrjálsu námi og auka skyldi beina leiðsögn í samræmi við hæfileika nemenda (Broddi Jóhannesson, 1983). Hér kveður við nýjan tón. Vísað er til þess að persónulegir eiginleikar nemenda skuli íhugaðir en um þessar mundir sýna rannsóknir að mikilvægt sé að kennaranemar fái stuðning við mótun eigin sjálfsvitundar (Kristín Aðalsteinsdóttir, 2000 og 2002; Ragnhildur Bjarnadóttir, 2005). Á þessum árum jókst aðsókn að Kennaraskólanum gífurlega og í lok áratugarins hafði aðsóknin fimmfaldast, m.a. vegna þess að tilboð um framhaldsmenntun voru fá á þessum árum og Kennaraskólinn tók bæði á móti fólki með gagnfræðapróf og landspróf. Einnig stóð kennurum til boða að ljúka stúdentsprófi frá Kennaraskólanum. Alls munu tæplega 3000 kennarar hafa útskrifast úr Kennaraskóla Íslands áður en hann var færður á háskólastig. Á sjöunda áratugnum gerði Þorsteinn Sigurðsson (1965) það að umfjöllunarefni einna fyrstur manna að það sæmdi ekki siðmenntaðri þjóð að kennaranám væri ekki á háskólastigi. Hann gerði kjör, aðstæður og menntun kennara að umræðuefni og sagði starfsmenntun kennara ekki viðunandi fyrr en hún kæmist á háskólastig og tengdist vel reknum æfinga- og tilraunaskóla. Í þessu sambandi ræddi hann nauðsyn þess að lengja kennaranámið um eitt ár. Samtök barnakennara höfðu sýnt þessari hugmynd verulegan stuðning. Á árunum 1960–1969 unnu fjórar nefndir að því að endurskoða lög um Kennaraskóla Íslands, en síðasta nefndin bar saman löggjöf og kynnti sér kenningar um kennaramenntun, röksemdir og reynslu, hér á landi og erlendis (Broddi Jóhannesson, 1983). Þann 16. apríl 1971 staðfesti forseti Íslands lög (nr. 38/1971) um Kennaraháskóla Íslands. Frumvarpið var framsækið og gerði ráð fyrir mikilvægum breytingum á kennaramenntuninni. Skal þar fyrst nefna að krafist var stúdentsprófs eða jafngildis þess við inntöku í háskólann; verkleg þjálfun, sérhæfing og valfrelsi skyldi aukið og gildi vísindalegrar þjálfunar áréttað með stofnun rannsóknarstofnunar uppeldismála. Frumvarpinu var ætlað að styrkja háskólann sem starfsmenntunarstofnun og gera hann að miðstöð uppeldis- og kennslufræða á Íslandi, bæði fræðilega og í hagnýtu starfi. En áhugaleysi ráðamanna um kennaramenntunina var viðvarandi og segir Jónas Pálsson (1987) að frumvarpið hafi verið samþykkt með hangandi hendi. Hér virðist einungis hafa verið um lagabreytingu að ræða en lítil viðleitni stjórnvalda til að breyta skólanum sjálfum og starfsháttum hans. Löggjafinn virðist ekki hafa haft skilning á því að hér væri um grundvallarbreytingu á stöðu skólans að ræða. Samskiptin við flutningsferlið allt, frá skóla Að styrkja haldreipi skólastarfsins
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.