Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 64

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 64
62 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 á framhaldsskólastigi til háskólastigs, var flókið því aðilarnir sem að því stóðu áttu ólíkra hagsmuna að gæta (Gyða Jóhannsdóttir, 2004). Í frumvarpinu var sett ákvæði um endurskoðun laganna eftir tvö ár. Þetta ákvæði olli gríðarlegu hiki, vafningum og öryggisleysi (Broddi Jóhannesson, 1983), sem birtist í sex ára bið eftir afgreiðslu og hlaut frumvarpið síðan ekki stuðning í þinginu. Nokkrir alþingismenn töldu að háskólanám eða fræðilegur undirbúningur fyrir kennslu væri ónauðsynlegur kennurum í barnaskólum. Broddi Jóhannesson (1978) segir að íslensk kennaraefni hafi lengi búið við allsherjarsvelti í fræðilegum bókakosti og bætir við að fátt sé honum minnisstæðara í embættislegum samskiptum við fjárveitingavaldið en skelli- hlátur manns í fjármálaráðuneytinu þegar óskað var eftir fræðilegum bókakosti fyrir kennaranema og fræðara þeirra. Um umgjörð starfsins á þessum umbrotatímum í starfi Kennaraháskólans segir Broddi: „Lögin voru ekki lög, heldur lög í vonum, lög í smíðum, lög að falli komin. Mannvirkin voru ekki mannvirki, heldur mannvirki í vonum, mannvirki í smíðum, mannvirki í bráðabirgð. Því var alltaf eitthvað að gerast, aldrei eðlileg skil milli verks og hvíldar. Þó var tíminn sífelld bið eftir því er gerðist of seint“ (Broddi Jóhannesson, 1983:21). Upp úr 1980 voru margir farnir að líta svo á að þriggja ára kennaranám væri ófullnægjandi og bentu á nauðsyn þess að lengja kennaranámið í fjögur ár eins og gert hafði verið í nágrannalöndum okkar. Árið 1988 voru svo samþykkt lög (nr. 29/1988) á Alþingi um lengingu kennaranámsins um 30 einingar eða í fjögur ár, með það sérstaklega í huga að auka vægi kjörsviða og vettvangsnáms og þar með efla fagþekkingu kennara og hagnýtan undirbúning á vettvangi. Lögin skyldu koma til framkvæmda árið 1991 en stjórnvöldum lánaðist ekki að koma þessum lögum í framkvæmd. Þá um haustið, aðeins nokkrum dögum áður en kennsla átti að hefjast eftir nýju skipulagi um fjögurra ára kennaranám, ákvað þáverandi menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson, að fresta gildistöku laganna. Ekki voru allir hlynntir því að lengja kennaranámið, þótti sumum að forgangsröðin ætti að vera önnur og því var haldið fram að kennurum með réttindi myndi ekki fjölga þótt námið yrði lengt, en þá var mikill hörgull á kennurum með réttindi í landinu eins og löngum. Á Fjórðungsþingi Norðlendinga þetta sama haust var samþykkt tillaga þar sem fram kom stuðningur við ákvörðun menntamálaráðherra um að fresta lengingu kennaranámsins. Þingið hvatti til endurskoðunar á kennaramenntuninni og að áhersla yrði lögð á að beina sjónum að starfandi kennurum og efla endurmenntun þeirra. Jafnframt var lýst yfir stuðningi við almennt kennaranám við Háskólann á Akureyri (Fjórðungsþing Norðlendinga, 1991). For- maður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra, Hólmfríður Guðmundsdóttir (1991), sagði samþykkt þingsins merki um vanþekkingu á skólamálum; kennaramenntunin væri ekki orsök kennaraskortsins, þar vægju þyngst kjör kennara, aðbúnaður og hið krefjandi eðli starfsins. Fræðimenn litu svo á að ákvörðun ráðherra sýndi hve uppeldis- og kennslufræði ættu erfitt uppdráttar og byggðist á því „útbreidda viðhorfi að tilgangur kennaramenntunar sé einkum sá að veita tiltekin starfsréttindi“ (Ingólfur Á. Jóhannesson, 1992). Eins og vænta mátti kom hin óvænta ákvörðun ráðherra hart niður á starfsfólki Kennaraháskólans, en ný námskrá og kennsluskrá um fjögurra ára nám lá þá fyrir. Látlaust var fundað til að leita úrræða og lýsti rektor nánast neyðarástandi í háskólanum í setningarræðu um haustið (Þórir Ólafsson, 1991). Ári síðar var gildistöku laganna enn frestað, þá um tvö ár, en endalokin urðu þau að lögin voru felld úr gildi árið 1994. Eftir að hugmyndin um fjórða árið í kennaramenntun var slegin af jókst þátttaka starfandi kennara í framhaldsnámi verulega (Trausti Þorsteinsson, 2005). Enn er grunnnámið til kennaraprófs þriggja ára nám en breytingar eru í aðsigi. Svo virðist sem ályktun Fjórðungsþings Norðlendinga hafi haft áhrif á framvindu og ákvarðanir í menntamálaráðuneytinu um þróun Að styrkja haldreipi skólastarfsins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.