Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 65

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 65
63 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 kennaramenntunar, því í árslok 1991 var nefnd sett á laggirnar og sérfræðingur ráðinn til að undirbúa stofnun kennaradeildar við Háskólann á Akureyri. Skilaði nefndin áliti þar sem færð voru byggðapólitísk, skipulagsleg, fræðileg og fjárhagsleg rök fyrir stofnun slíkrar deildar (Kristján Kristjánsson, Ólafur Arngrímsson, Trausti Þorsteinsson og Þorsteinn Gunnarsson, 1992). Stofnun deildarinnar var talin þjóna hagsmunum landsbyggðarinnar og talið var að hún myndi draga úr skorti á kennurum, en um þær mundir, skólaárið 1989–90, voru kennarar með full réttindi frá 49,6% starfandi kennara á Vestfjörðum til 97% starfandi kennara í Reykjavík. Formleg heimild samkvæmt lögum (nr. 51/1992) til stofnunar kennaradeildar við Háskólann á Akureyri var undirrituð af menntamálaráðherra ári síðar, eða 1992. Deildin hóf starfsemi haustið 1993 með 71 nemanda. Þegar leikskólinn var skilgreindur sem fyrsta stig menntakerfisins árið 1994 voru hugmyndir um sameiningu kennara- og uppeldismenntunar komnar á fullt skrið (Davíð Ólafsson, 2000). Þáttaskil urðu þann 1. janúar 1998 þegar nám leikskólakennara, íþróttakennara og þroskaþjálfa var fært á háskólastig með lögum (nr. 137/1997). Í lögunum fólst meira en sameining þessara fjögurra skóla. Þau voru fyrstu lögin sem sett voru í samræmi við heildarlöggjöf um háskólastigið, þar sem kveðið er á um að kennarar við háskóla skuli hafa lokið meistaraprófi hið minnsta eða hafa jafngilda þekkingu og reynslu að mati dómnefndar. Jafnframt jókst sjálfstæði Kennaraháskólans og lögin skyldu tryggja að inntökuskilyrði í háskólann og námskröfur svöruðu til þess sem krafist væri í sambærilegum háskólum erlendis. Þar með staðfestu stjórnvöld alþjóðlegar kröfur sem gerðar eru til háskóla. Ein höfuðrökin fyrir sameiningu skólanna fjögurra voru þau að forsendur til rannsókna á fræðasviði skóla- og uppeldis- mála yrðu styrktar (Björn Bjarnason, 1998). Árið 2000 lagði starfsfólk Kennaraháskólans mikla vinnu í stefnumótun og skilgreiningu á framtíðarsýn háskólans sem samþykkt var í háskólaráði í maí það ár. Ári síðar, eða í júní 2001, voru samþykktar í háskólaráði reglur fyrir háskólann (nr. 843/2001), þar sem enn ítarlegar var fjallað um hlutverk hans. Um þessar mundir er í Kennaraháskóla Íslands unnið eftir kerfisbundinni áætlun um stefnu háskólans fyrir árin 2005–2010. Æfingakennsla hófst strax við stofnun Kennaraskólans árið 1908 og fór þá fyrst fram í húsnæði skólans en síðar í ýmsum skólum í Reykjavík. Æfinga- og tilraunaskóli Kennaraskólans var stofnaður 1968, en áratugum saman hafði áhugafólk á sviði uppeldis- og fræðslumála beðið eftir stofnun sérstaks æfingaskóla fyrir kennaranema þar sem framkvæma mætti tilraunir og standa að nýbreytni í skólastarfi. Í Æfingaskólanum fór fram margvísleg tilraunastarfsemi og þróunarstarf en sjálfur gagnrýnir fyrrum skólastjóri skólans eigin vinnubrögð í bókarkafla og segir að helsti veikleiki í stjórnun sinni hafi verið hve áætlanagerð um nýbreytni og þróunarverkefni hafi verið almenn og einstakir þættir lítt skilgreindir. Einnig segist hann halda að sjaldan hafi verið gert formlegt mat eða úttekt á vinnubrögðum eða árangri skólastarfsins (Jónas Pálsson, 2002). Jónas gerir lítið úr eigin starfi en dregur upp mynd af frábæru starfsfólki sem var áhugasamt, hugmyndaríkt og ósérhlífið við erfiðar aðstæð- ur. Þessir kennarar unnu viðamikil tilraunastörf og má þar nefna samkennslu aldurshópa, náms- og starfsráðgjöf, vinnubrögð í lestrarkennslu og samstarf við foreldra; verkefni sem voru í samræmi við það nýjasta sem var að gerast í hinum stóra heimi. Jafnframt æfingakennslunni og þróunarstarfinu stóðu þessir kennarar fyrir endurmenntunarnámskeiðum fyrir starfandi kennara og unnu að námsefnisgerð. Í tengslum við áætlun menntamála- ráðuneytisins um styttingu náms til stúdents- prófs hefur aukinn þungi færst í umræðuna um eflingu kennaramenntunar og margir virðast á þeirri skoðun að breyta þurfi kennaramenntuninni til að ná fram mark- vissum breytingum á starfi kennara og skólastarfi almennt. Rektor Háskólans á Að styrkja haldreipi skólastarfsins
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.