Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 67

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 67
65 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 Umræðan sem fór af stað í kjölfar TIMSS- rannsóknarinnar var lituð af deilum og jafnvel uppnámi og ljóst að fólk tókst á um ólík sjónarmið. Svo virtist sem ekki væri markvisst leitað að rótum vandans og raunhæfum lausnum með ítarlegri skoðun á ástæðum slakrar kunnáttu nemenda. Stjórnvöld töldu vandann felast í skorti á fé og virtust strax tilbúin að leggja fram fé til bættrar raungreinakennslu. Umræðan sem sneri að kennaramenntuninni einkenndist af ágreiningi um vægi uppeldis- og kennslufræði annars vegar og faggreina hins vegar, svo sem tungumála, raungreina og samfélagsgreina. Björn Bjarnason (1996), þáverandi menntamálaráðherra, lýsti þeirri skoðun sinni á málþingi um raungreinakennslu á vegum Félags raungreinakennara og Verkfræðifélags Íslands 1996 að draga þyrfti úr lögverndun kennarastarfsins og styrkja stöðu leiðbeinenda sem byggju yfir mikilli fagþekkingu á sviði kennslugreina, jafnframt því sem draga þyrfti úr vægi uppeldisgreina í kennaranáminu og auka hlut fagkennslu. Hann lýsti reyndar einnig þeirri skoðun sinni að ástæða væri til að huga að lengingu kennaramenntunar. Þórarinn V. Þórarinsson (1996), þáverandi framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, lýsti sjónarmiði atvinnulífsins, sem hann kvað leggja áherslu á sjálfstæði skóla og sagði að koma þyrfti upp árangurstengdu launakerfi þar sem kennurum sem næðu árangri væri umbunað og auka þyrfti samkeppni og framleiðni í skólastarfi. Varaformaður Kennarasambandsins, Guðrún Ebba Ólafsdóttir (1996), tók annan pól í hæðina og sagði að einungis með öflugri endurmenntun kennara og með því að lengja kennaranámið væri mögulegt að mæta þörfum kennaranema fyrir góða menntun í faggrein sinni og í uppeldis- og kennslufræði. Þegar umræðan stóð sem hæst rituðu tveir alþingismenn greinar í Morgunblaðið um alvöru málsins. Það er athyglisvert að þeir viku aðeins lítillega að hlut stjórnvalda eða að kennaramenntuninni, en leituðu skýringa á slakri útkomu íslenskra barna í TIMSS- rannsókninni í rangri markmiðssetningu skólanna og litlum faglegum kröfum og fundu þá lausn helsta að skipa þyrfti nemendum í bekki eftir getu (Einar K. Guðfinnsson, 1996), fyrirkomulag sem skólafólk hafði almennt hafnað fyrir stefnuna um ,,skóla fyrir alla“. Aðrir sáu vanda skólanna felast í agaleysi á heimilum, of mikilli vinnu foreldra vegna sóknar í veraldleg gæði, fjárskorti skólanna og ekki væri samræmi á milli þróunar samfélagsins og skólastarfsins (Hjálmar Árnason, 1996). Ári síðar dró Björn Bjarnason (1997) þá ályktun að viðbrögð við TIMSS-rannsókninni hefðu lýst samstöðu um nýja stefnu í menntamálum. Það skýtur skökku við að ráðherrann talaði um að kennaramenntunar- stofnanir þyrftu með róttækum hætti að huga að innra starfi sínu. Kennarar Kennaraháskóla Íslands höfðu á þessum árum lagt gríðarlega vinnu í að endurskoða kennaranámið en stjórnvöld höfðu hvað eftir annað hafnað tillögum um breytingar. Kennararnir voru sammála um að lenging námsins kæmi nemendum til góða í valgreinum og vettvangsnámi, og lögðu til nýja skipan valgreina í kjörsvið til að dýpka þekkingu nemenda. Viðbrögð stjórnvalda höfðu smám saman haft neikvæð áhrif innan skólans og drógu mátt úr starfsmönnum hans og úr trú á endurbætur (Baldur Sigurðsson, 1997). Baldri Sigurðssyni (1997) dósent og Ólafi Proppé (1998) rektor sýndust menn fara offari í gagnrýni sinni á kennaramenntunina og fánýti uppeldis- og kennslufræði. Þeir minntu á að uppeldis- og kennslufræðin væri órofa þáttur í heildstæðri kennaramenntun, hún væri kjarni sem gerði kennara að fagfólki. Hafdís Ingvarsdóttir (1997), kennslustjóri við Háskóla Íslands, vísaði til eigin könnunar þar sem skýrt kæmi fram að ekki nægði að kennarar byggju yfir fagþekkingu, þeir yrðu að kunna að miðla henni. Hún sagði óskir um kennslu í kennslufræði við Háskóla Íslands sífellt aukast. Fáum árum síðar benti Ingvar Sigurgeirsson (2001) prófessor á hinn mikla kraft sem ríkti meðal fagfólks í uppeldis- og kennslufræði í landinu. Nefndi hann til sögunnar vaxandi Að styrkja haldreipi skólastarfsins
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.