Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 71

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 71
69 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 öðlist öryggi og betri tengsl á nýjum vinnustað. Þannig mætti koma í veg fyrir að þeir lendi í erfiðleikum á fyrsta starfsári og hverfi jafnvel frá kennslu. Við heildarmatið á kennaramenntuninni var lagt til að háskólarnir gerðu viðhorfakannanir meðal innritaðra nemenda og fyrrverandi nemenda til að meta notagildi námsins (Menntamálaráðuneytið, 1998a og 1998b). Allyson Macdonald (2005) og Guðmundi Heiðari Frímannssyni (2005) ber saman um að slíkar kannanir séu fastur liður meðal innritaðra nema í Kennaraháskóla Íslands og kennaradeild Háskólans á Akureyri. Minna hefur verið um kannanir meðal útskrifaðra nemenda, en í fyrrnefndri rannsókn Maríu Steingrímsdóttur (2005) meðal nýbrautskráðra grunnskólakennara frá Kennaraháskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri kom fram að þessir nýútskrifuðu kennarar litu svo á að grunnnámið væri aðeins fyrsta skrefið að því að verða fagmaður í starfi. Þeim fannst þeir hafa öðlast góða menntun og fengið metnaðarfullar hugmyndir, menntunin hefði mótað skoðanir þeirra og viðhorf til kennslu, en þeir hefðu þurft leiðsögn í upphafi ferils síns. Bilið á milli fræðanna og raunveruleikans töldu þeir of mikið. Þeir voru gagnrýnir á kennaramenntunina og sáu fremur það sem skorti á námstilboð en það sem þeim bauðst. Viðmælendur Maríu voru sammála um að vettvangsnámið og æfingakennslan hefði komið að mestu gagni við undirbúning kennslunnar á fyrsta ári þeirra í kennslu og í bóklega náminu hefðu þeir haft hvað mest gagn af kennslufræði og námskrárgerð. Þar hefðu þeir kynnst raunhæfum aðferðum og verkefnagerð. Allir viðmælendur Maríu töluðu um að sérstaklega vantaði fræðslu um samstarf við foreldra og viðtalstækni í kennaranámið. Þeir töldu sig fákunnandi um námsmat og prófagerð, hvernig ætti að mæta einstaklingsmun í heilum bekk og um aðferðir til að halda utan um heimanám og námsframvindu nemenda. Á heildina litið fannst þessum nýútskrifuðu kennurum mjög margt vanta í kennaranámið og of margt koma þeim á óvart þegar alvaran tók við. Viðmælendur Maríu sem höfðu útskrifast frá Háskólanum á Akureyri upplifðu meiri samfellu í vettvangsnáminu en þeir sem komu frá Kennaraháskóla Íslands en allir mæla þeir þó með lengra vettvangsnámi. Í rannsókn Ragnhildar Bjarnadóttur (2005) var athyglinni beint að sýn kennaranema við Kennaraháskóla Íslands á eigið nám. Kennaranemunum fannst möguleikar þeirra til að takast á við erfið verkefni hafa breyst á námstímanum og sjálfstraust þeirra í verkefnum sem reyndu á eigin persónu hafa eflst. Nemarnir virðast nokkuð ánægðir með þann stuðning sem þeir fengu til að þroska þessa hæfni en álíta sig samt sem áður þurfa meiri stuðning. Ragnhildur telur nauðsynlegt að aðgæta vel hvaða og hvernig stuðning kennaranemar fá við mótun sjálfsvitundar sinnar, bæði faglega og persónulega. Því er nauðsynlegt að rannsaka enn frekar félagslegt, menningarlegt og fræðilegt samhengi kennaranámsins. Hafþór Guðjónsson (2004) rannsakaði kennaranámið frá sjónarhóli háskólakennarans. Hann heldur því fram að það að læra að kenna sé langtímaferli þar sem menning, tungutak, lífssaga, vettvangur og fræði fléttist saman. Því þurfi kennaranemar að fá tækifæri í námi sínu til að tvinna þessa þætti saman með aðstoð góðra kennara. Þessu marki megi ná með því að leggja áherslu á ígrundun og umræður. Kjarni málsins, segir Hafþór, er að hvetja kennaranema til að hugsa um það hvernig þeir hugsa, skrifa eigin hugsanir, ígrunda og þannig gera sér grein fyrir eigin hugsunum og annarra. Við heildarmatið á kennaramenntuninni þótti sérstaklega aðkallandi að gaumgæfa hlutverk rannsókna í háskólunum þremur, en talið var að margir kennarar fyndu ekki tíma til að stunda rannsóknir og nemendur kvörtuðu um að þeir hefðu ekki aðgang að rannsóknum kennara (Menntamálaráðuneytið, 1998a og 1998b). Á síðustu árum hefur Kennaraháskóli Íslands lagt sérstaka áherslu á að styrkja rannsóknir við stofnunina, byggja upp rannsóknarumhverfi og styrkja rannsóknarstofnun háskólans. Í upphafi árs 2004 lagði vísindaráð fram nýja stefnu Að styrkja haldreipi skólastarfsins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.