Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Qupperneq 76

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Qupperneq 76
74 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 Jóhannesson, 1983), en vilji til verka virðist hafa verið takmarkaður, því fé til að kosta breytingarnar fékkst ekki. Sú hindrun fylgdi tilraunum til úrbóta alla öldina. Þegar Kennaraskólinn var fluttur á háskólastig árið 1971 birtust erfiðleikarnir hvað skýrast, löggjafinn virðist ekki hafa haft skilning á að um grundvallarbreytingu á stöðu skólans væri að ræða. Skólinn átti erfitt uppdráttar sem fyrr, skilningur á gildi sérstakrar starfsmenntunar kennara var enn rýr. Tilraunir til að efla kennaranámið á síðustu áratugum hafa einkennst af baráttu á milli ráðamanna og fagfólks sem birtist í ýmsum myndum. Sem dæmi má taka að þegar til stóð að lengja kennaranámið úr þremur árum í fjögur ár, árið 1991, tók þáverandi menntamálaráðherra þá ákvörðun með aðeins nokkurra daga fyrirvara að fresta gildistöku laga um lenginguna. Um sama leyti þótti rétt að koma á kennaranámi við Háskólann á Akureyri. Vanmat stjórnmálamanna á menntun kennara var viðloðandi út alla 20. öldina. Viðhorf margra þeirra komu fram í umræðum þegar niðurstöður TIMSS-rannsóknarinnar um slaka kunnáttu grunnskólanemenda á Íslandi í stærðfræði og náttúrufræðigreinum voru birtar árið 1996. Þótti vandinn liggja í of mikilli áherslu á uppeldis- og kennslufræði á kostnað raungreina. Í umræðunum viðruðu ráðamenn sjónarmið sín um skólastarf og sögðu að draga þyrfti úr lögverndun kennarastarfsins, styrkja stöðu leiðbeinenda og leggja áherslu á árangurstengt launakerfi. Kom jafnvel fram sú skoðun að vandi skólanna helgaðist af agaleysi á heimilum og of mikilli vinnu foreldra vegna sóknar í veraldleg gæði. Þá héldu fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi því fram að ekki væri samræmi á milli þróunar í samfélaginu og skólastarfsins. Sú þróun á sér ekki stað í tómarúmi, hún krefst samvinnu og skilnings. Fræðimaðurinn Lindeman (1961) sá megintilgang lífsins fólginn í því að fullorðið fólk lærði að lifa í lýðræðisríki; skilja ríkjandi viðhorf og siði og það nám ætti sér ekki stað fyrirhafnarlaust. Það krefðist harðrar gagnrýni, sjálfsafneitunar, umhyggju fyrir öðrum og hæfileika til að skilja sjónarmið annarra. Lýðræði er virkt ferli sem gerir sífellt kröfu til þess að fullorðið fólk geti skoðað og breytt persónulegum viðhorfum sínum og hugmyndum um félagslegan veruleika (Brookfield, 2001). Viðhorf ráðamanna til skólastarfs voru skólafólki ráðgáta. Því þótti að sér vegið og hélt uppi vörnum. Rifjaði það upp langa baráttu sína fyrir lengingu kennaranámsins svo efla mætti fagþekkingu kennara, m.a. í raungreinum. Það hélt því fram að einungis með öflugri endurmenntun, bæði í faggreinum og í uppeldis- og kennslufræðum, mætti bæta stöðu skólanna. Það minnti á að uppeldis- og kennslufræði væri órofa þáttur í heildstæðri kennaramenntun, hún væri kjarni sem gerði kennara að fagfólki (sjá t.d. Baldur Sigurðsson, 1997; Ólaf Proppé, 1998). Á árunum 1997–98 var, á vegum menntamálaráðuneytisins, unnið heildarmat á kennaramenntuninni við Kennaraháskóla Íslands, félagsvísindadeild Háskóla Íslands og kennaradeild Háskólans á Akureyri. Óhætt er að segja að gildi samvinnu starfsfólks ráðuneytis og menntastofnana hafi komið skýrt fram í þessari vinnu. Háskólarnir þrír ásamt stjórn- völdum brugðust við matinu og tóku niðurstöður þess til greina. Um þessar mundir liggja fyrir metnaðarfullar áætlanir um framtíðarskipulag kennaramenntunar. Samkvæmt nýjustu úttekt Rannsóknamiðstöðvar Íslands og mennta- málaráðuneytisins (2005) á rannsóknum á sviði fræðslu og menntamála er unnið að því að styrkja rannsóknir, og unnið er að stefnumótun og forgangsröðun á landsvísu. Efling samkeppnissjóða og fjárveitingar eru forgangsmál svo auka megi gæði starfsins og hvetja til rannsókna. Stjórnvöld og háskólar reyna að skilgreina viðmið um fjárveitingar og hafa gæðastjórnunar- og hvatningarkerfi verið innleidd. Markmið stjórnvalda og alþjóðlegar samþykktir eru á einn veg um rétt allra barna til að njóta menntunar við hæfi, að samfélag manna verði bætt og fólk læri að lifa í sátt og samlyndi. Breytt samfélag gerir auknar kröfur Að styrkja haldreipi skólastarfsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.