Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Page 85

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Page 85
Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 83 Sýn fimm grunnskólakennara á nám og kennslu í náttúruvísindum1 Meyvant Þórólfsson, Allyson Macdonald og Eggert Lárusson Kennaraháskóla Íslands Hagnýtt gildi: Höfundar telja ástæðu til að hyggja að starfsaðstæðum kennara í kjölfar aukinnar áherslu á náttúruvísindi í almenna skólakerfinu með tilkomu Aðalnámskrár 1999, samræmds prófs í náttúrufræði og þátttöku í PISA 2006. Spenna eða streita virðist fylgja þessum breytingum meðal kennara. Varpað er ljósi á fagmennsku og fagvitund kennara sem standa á mörkum þess að vera sérfræðingar í uppeldi og menntun annars vegar og hins vegar sérfræðingar í kennslu námsgreina á borð við náttúruvísindi. Greinin ætti að gagnast rannsakendum, stefnumótunaraðilum, kennurum og kennaramenntunarstofnunum við að kortleggja áhrif hinnar auknu áherslu á náttúruvísindamenntun á nám og kennslu í grunnskólum. Ytri leiðarljós hafa orðið kennurum í náttúruvísindum sýnilegri á síðustu árum en áður var. Þar ber hæst Aðalnámskrá grunnskóla 1999 og upptöku samræmds lokaprófs árið 2002. Á vettvangi skólastarfs þurfa kennarar eftir sem áður að uppfylla þarfir breiðs nemendahóps. Árið 2005 var sýn fimm náttúrufræðikennara rannsökuð með greiningu á viðtölum og vettvangs athugunum. Tilgangurinn var að kanna hvernig þeir tengdu saman sérfræðiþekkingu sína og fagvitund til að uppfylla þarfir og margbreytilegar forsendur breiðs nemendahóps, samhliða því að verða við skuldbindingum sem felast í hinum ytri leiðarljósum. Niðurstöður benda til þess að spenna fylgi því að reyna að uppfylla bæði þessi skilyrði, þ.e. hin ytri leiðarljós annars vegar og raunverulegar kröfur í skólastofunni hins vegar. Orðræða viðmælenda beinist töluvert að því síðarnefnda en skipulag þeirra á námi og kennslu virðist fremur taka mið af því fyrrnefnda. Yfirferð námsefnis reynist vega þyngra nú en áður, en sveigjanleiki og tími til verklegs náms virðist að sama skapi minni. Það þykir í raun sjálfgefið að kennarar hafi einhver ytri leiðarljós sem stýri því að einhverju marki hvað þeir kenna hverju sinni, hvernig og hvers vegna. Meðal grunnskólakennara eru aðalnámskrár í náttúrufræði og umhverfis- mennt (1999 og 2007) dæmi um slík ytri leiðarljós. Kennarar lesa þó hina opinberu námskrá og túlka með ólíkum gleraugum; sumir lesa hana vel og fylgja henni samviskusamlega: „Ég hef hana meira að segja á náttborðinu hjá mér“ er haft eftir einum kennara. Aðrir segjast vart muna hvernig námskrárheftin líta út. Sömu sögu er að segja um námsefnið, samræmdu prófin og önnur rituð plögg, sem berast kennurum og nemendum. Slíkir textar og gögn hafa vissulega áhrif á náms- og kennsluathafnir, en með mismunandi hætti og í mismiklum mæli. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að kanna hugmyndir kennara í náttúruvísindum um nám og aðstæður nemenda og hvers kyns fagmennska það væri sem einkenndi störf þeirra eftir gildistöku Aðalnámskrár grunn- skóla 1999, nánar tiltekið hvernig þeir tengdu 1 Rannsóknin var styrkt af Rannsóknasjóði Kennaraháskóla Íslands. Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007, 83–99
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.