Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 86

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 86
84 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 saman þekkingu sína og viðhorf til samræmis við margbreytilegar forsendur breiðs nemenda- hóps, samhliða því að verða við skuldbindingum er felast í hinum ytri leiðarljósum. Á það má benda að Rúnar Sigþórsson (2007) rannsakar nú áhrif samræmdra prófa í náttúrufræði og íslensku á starfshætti kennara og nemenda í íslenskum skólum og bendir þar m.a. á áhrifamátt námsmats, ekki síst samræmdra prófa, þar sem töluverðir hagsmunir eru í húfi fyrir alla sem eiga hlut að máli. Hér er horft á hin ytri leiðarljós í víðara samhengi, einkum birtingu þeirra í námskrám. Námskráin og kennarinn Markmið í náttúruvísindanámi beinast að stór- um hluta að því að nemendur átti sig á áhrifum vísinda og tækni á umhverfi sitt, lífshætti og samfélag og jafnframt að þeir þjálfist í vinnubrögðum við framkvæmd athugana, leit að skýringum og lausnum og við mat og framsetningu á niðurstöðum (Aðalnámskrá grunnskóla. Náttúrufræði og umhverfismennt 2007). Kennarinn í náttúruvísindum þarf því að vera vel að sér í hinni sérstæðu heimspeki og aðferðafræði sem einkennir náttúruvísindi. Hann þarf að þekkja til vísindalegra aðferða og krafan um tengingu náttúruvísindanáms við samfélagsleg vandamál kallar á þjálfun í rökhugsun og gagnrýninni samræðu. Samkvæmt Shulman (1986, bls. 9) ætti að fyrirfinnast að minnsta kosti þrenns konar sérþekking meðal fagkennara til viðbótar almennri þekkingu á menntun og uppeldi (pedagogical knowledge). Í fyrsta lagi er það þekking á inntaki fagsins, sérkennum þess og rökum (subject matter content knowledge), í öðru lagi þekking á ákjósanlegum aðferðum og leiðum við skipulag náms og kennslu í námsgreininni, þ.e. til að búa nemendum aðgengi að hugtökum hennar, aðferðum og hugmyndum (pedagogical content knowledge, PCK). Slík þekking hefur einnig verið kynnt undir yfirskriftinni subject-specific pedagogy (sbr. Lederman 2001; Soares og Lock 2007). Vert er að geta þess að PCK hefur hlotið vaxandi athygli í kennaramenntun og rannsóknum á henni; þar er mælst til að þjálfun kennaranema feli í sér samþættingu greinar og kennslufræði hennar; óæskilegt sé t.d. að kenna efnafræði í einum tíma og kennslufræði í öðrum. Loks nefnir Shulman til sögunnar þekkingu á námskrám, námsefni og gögnum og einnig heildarsamhengi og skipulagi skólastarfsins (curricular knowledge). Þessu til viðbótar má ekki gleyma mikilvægi þekkingar á nemendum sjálfum, margbreytileika þeirra og því félagslega samhengi sem þeir tilheyra (Bransford, Darling-Hammond og LePage, 2005). Með gildistöku Aðalnámskrár 1999 óx vægi náttúruvísinda frá því sem áður var og er nú orðið 9–10% af bundnum stundum viðmiðunarstundaskrár fyrir grunnskóla. Markmið urðu fleiri og sundurgreindari fyrir öll stig grunnskólans og inntak mun viðameira; því til viðbótar var samræmt lokapróf í náttúrufræði tekið upp árið 2002 eftir næstum tveggja áratuga hlé. Markmiðum í náttúrufræði á grunnskólastigi var skipað í þrjá meginflokka. Í fyrsta lagi voru markmið um hlutverk og eðli náttúruvísinda þar sem sjónum var beint að áhrifum vísinda á lífshætti og viðhorf nútímamanneskju, umhverfi hennar og samfélag. Í öðru lagi voru markmið um vinnubrögð og færni, þar sem gert var ráð fyrir að nemendur þjálfist í vinnubrögðum við framkvæmd athugana, leit að skýringum og lausnum og við mat á niðurstöðum. Loks var um að ræða inntaksmarkmið sem ná til eðlisvísinda, lífvísinda og jarðvísinda, eins og það er orðað í námskránni. Fræðasvið náttúruvísinda er víðfeðmt og því vandasamt að forgangsraða því efni sem telst nauðsynlegt í menntun fyrir alla. Hugtök og efnisþættir úr eðlisvísindum, efnavísindum, heimsfræði, jarðvísindum og lífvísindum eru valin og sett fram með tilliti til mikilvægis þeirra innan hvers fræðasviðs og innbyrðis tengingar en ekki síður hvernig þau tengjast umhverfi grunnskólanemenda og þeim veruleika sem blasir við þeim sé litið til nútíðar og framtíðar. Við þetta má bæta að samkvæmt Reglugerð um innritun nemenda Sýn fimm grunnskólakennara á nám og kennslu í náttúruvísindum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.