Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Qupperneq 87

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Qupperneq 87
85 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 í framhaldsskóla (nr. 98/2000) þarf að ná lágmarkseinkunninni 5,0 á samræmdu prófi í náttúrufræði til að komast inn á svonefndar raungreinabrautir framhaldsskóla. Þrátt fyrir skýr og sundurgreind markmið í námskrám er það engan veginn sjálfgefið hvað skuli kennt í skólum, hvernig það skuli kennt, hverjum eða hvenær. Sérstaklega á þetta við um náttúruvísindi. Samkvæmt greiningu Kliebard (1987) eru hér að verki ákveðnir straumar eða stefnur sem eiga sér rætur í hugmyndum manna um samfélagslegt og pólitískt hlutverk skóla, þekkingarfræði, námsþroska og félags- mótun. Tveir meginstraumar hafa lengst af verið mest áberandi í þessum efnum (sjá t.d. Labaree, 2005; Parkay, 2006). Annars vegar er námskrárstefna sem Parkay nefnir fagmiðaða námskrá (subject-centered curriculum) og einkennst hefur af skýrum markmiðum, skilvirkni, hlutlægu mati og hinni skrifuðu fagnámskrá, þar sem kennarinn og námsbókin ráða fyrst og fremst ferðinni. Hins vegar er hin barn- eða nemandamiðaða stefna (student- centered curriculum), sem tekur mið af ólíkum þörfum, hugmyndum og aðstæðum nemenda og gerir í raun ekki ráð fyrir að skólastarf geti stjórnast af fyrirfram skrifuðum áætlunum í einu og öllu. Í þessu sambandi talaði John Dewey annars vegar um hefðbundna menntastefnu (traditional education) og hins vegar framsækna menntastefnu (progressive education) og beindi sjónum að því að hvaða marki reynsla, forhugmyndir og sértækar þarfir nemenda skiptu máli þegar skipuleggja ætti nám og kennslu, til dæmis í náttúruvísindum (1938, bls. 17). Eitt merkasta dæmið um slíkar hugmyndir hérlendis birtust í svonefndu Starfsleikninámi, sem hafði djúpstæð áhrif á starf íslenskra skóla á tímabilinu frá því um miðjan 9. áratug síðustu aldar og fram á miðjan 10. áratuginn (Þorsteinn Sigurðsson, 1991). Elliot Eisner (1990) tók svo til orða þegar hann fjallaði um þátt hinna ytri leiðarljósa: „…góð námskrá og námsefni veita kennurum frelsi og svigrúm jafnframt því að leiðbeina þeim eða fræða“ (bls. 65)2. Það svigrúm sem kennarar þurfa í störfum sínum sem fagmenn tengist vissulega nauðsyn þess að skipuleggja nám og kennslu á fjölbreytilegan hátt í samræmi við markmið námskrár, en það felur jafnframt í sér siðferðilega þætti, t.d. það að taka inn í myndina margbreytilegar þarfir og séraðstæður skjólstæðinga sinna (sbr. Strike og Soltis, 1985/2004)3. Eisner (1990) vakti einnig athygli á ákveðn- um vanda sérfræðinga utan skólanna, sem skrifuðu námskrár og námsefni, þ.e. fjarlægð þeirra frá vettvanginum og þar með vandræðum sem fælust í því að reyna að setja fram einhvers konar forskrift um það sem þar skyldi fara fram án vitneskju og tillits til margbreytilegra aðstæðna og samhengis. Þannig gætu textar námskránna virkað á kennara og nemendur sem eins konar merkingarsnautt „atvikarusl héðan og þaðan“, sbr. lýsingar Þórbergs Þórðarsonar (1986) á því að lesa og reyna að skilja framandi texta. Á síðustu áratugum hafa augu manna beinst að því í vaxandi mæli að leita leiða til að brúa bilið þarna á milli því óraunhæft sé að ætla sér að búa til staðlaða forskrift um það sem gerist eða muni gerast í daglegu skólastarfi, í síbreytilegum og ófyrirséðum samskiptum og störfum nemenda og kennara (Eisner 1990; Sarason 1982; Schwab 1969). Kennarar verða að hafa sig alla við til að hafa yfirsýn yfir stöðu þekkingar á sviðinu og hvernig vænlegast sé að fara með hana í almennu skólastarfi og af augljósum ástæðum er það skammgóður vermir að reyna að skilgreina inntak og markmið námsgreinar eins og náttúruvísinda sem tilbúinn eða endanlegan pakka af þekkingu er unnt sé að miðla eða varpa til nemenda með hefðbundnum hætti (sbr. DeBoer 1991, bls. 222). Ákvarðanataka og fagmennska Svonefnt sjö-ramma-líkan endurspeglar þá þætti sem kennarar þurfa að taka ákvarðanir um við skipulag kennslu (sjá 1. mynd). Hugmyndin var unnin og þróuð upp úr greiningu Hewson og Hewson frá 1988 á námi og kennslu (Allyson Macdonald, 2002). Meginröksemdin að baki Sýn fimm grunnskólakennara á nám og kennslu í náttúruvísindum 2 Good curriculum materials both emancipate and educate teachers (Eisner 1990, bls. 65) 3 Ethical thinking and decision making are not just following the rules (Strike og Soltis 1985/2004, bls. 1)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.