Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 89

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 89
87 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 ekki einungis á fleygiferð, sífelldum breyt- ingum háður, heldur einnig eðli þekkingar okkar á honum og skilningur eins og Thomas Kuhn gerði grein fyrir í The Structure of Scientific Revolutions (1996). Honum þótti ástæða til að benda á að vísindamenn hefðu sömu eiginleika eða veikleika og aðrar manneskjur, væru ólíkir og háðir reynslu, umhverfi og aðstæðum sem þeir byggju við. Sköpun vísindalegrar þekkingar er þess vegna í raun afstæð og síkvik fremur en altæk og endanleg. Kennsla í náttúruvísindum er sérhæft starf sem krefst sérþekkingar og fagmennsku. Það er því ekki fráleitt að kennarar á því sviði geri tilkall til einkaréttar á vinnu sinni og rökstyðji það með menntun sinni, starfsreynslu og prófgráðum. Fagmennska þeirra sem annast náttúruvísindamenntun snýst ekki eingöngu um þekkingu á hugtökum og hugmyndum sem miðla skuli til nemenda, heldur einnig það að geta greint síbreytilegar aðstæður og valið leiðir, tæki, gögn og námsaðstæður sem hæfa hverju sinni. Fagmanneskjan skuldbindur sig til að gera það fyrst og fremst sem hún telur skjólstæðingum sínum fyrir bestu (Trausti Þorsteinsson 2003, bls. 189); en hún þarf jafnframt að þjóna ýmsum öðrum hagsmunum. Fjölmargir hagsmunir liggja að baki ákvarðanatöku grunnskólakennara, enda axla þeir þá ábyrgð að taka þátt í stefnumótun og gerð áætlana og námskráa sem hafa áhrif á líf og starf allra þegna samfélagsins 10 ár ævinnar. Slíkar ákvarðanir tengjast ekki eingöngu vali á námsefni, námsgögnum og námsaðstæðum, heldur einnig félagslegum, tilfinningalegum, heimspekilegum og pólitískum málum (sbr. Strike og Soltis, 1985, bls. 95). Með tilliti til þessa hljótum við að líta á kennslu ekki síður sem siðferðilegt ferli en tæknilega framkvæmd (sbr. Allyson Macdonald, 2000). Á þetta leggur Nel Noddings (1993) einnig áherslu í umfjöllun sinni um siðfræði umhyggju. Noddings segir að kennarar hljóti því að horfa heildstætt á þroska nemenda sinna og leggja allt að jöfnu, þ.e. vitsmunalegan þroska og siðferðilegan og félagslegan þroska nemenda. Með öðrum orðum felast í skuldbindingum kennara skyldur gagnvart starfinu og ýmsum þáttum þess, en e.t.v. enn frekar gagnvart skjólstæðingum þeirra, nemendum. Margir hafa fjallað um fagmennsku kennara og virðast greina eftirfarandi megineinkenni. Fagmenn leggja fremur áherslu á þjónustu en fjárhagslegan ávinning, fagið krefst sérþekkingar og langs sérnáms sem byggist á skilgreindum kenningum, einstakir meðlimir og faghópurinn í heild njóta töluverðs sjálfræðis og svigrúms til að taka sjálfstæðar ákvarðanir, meðlimir faghóps hafa svipað gildismat sem birtist oft í siðareglum, þeir bera ábyrgð og skyldur gagnvart skjólstæðingum og starfsumhverfi, þeir ábyrgjast fagmennsku og getu hvers annars, þeir hafa áhrifavald yfir viðskiptavinum sínum og eðli þjónustunnar gerir þiggjendum hennar ómögulegt að meta hana (Allyson Macdonald, 2000; Furlong o.fl., 2000; Rich, 1984). Trausti Þorsteinsson bendir á að til séu a.m.k. þrjú ólík snið fagmennsku (2003) og vísar þar til skrifa Peter Ribbins frá 1990 og Andy Hargreaves frá 2000. Í fyrsta lagi geti verið um að ræða hina „ósjálfstæðu fagmanneskju“ sem fylgi fyrst og fremst fyrirmælum yfirvalda og telji sig framar öðru bera ábyrgð og skyldur gagnvart áætlunum og reglum sem þau hafa sett, fagmennskan felist í því að þekkja hina opinberu stefnu, túlka hana og fylgja henni. Í öðru lagi sé „sjálfstæða fagmanneskjan“, þ.e. sú sem leyfir sér að víkja að vissu marki frá forskriftum yfirvalda og horfir þess í stað á þarfir nemenda, námsumhverfið og hið félagslega samhengi náms og kennslu, en þó í meginatriðum afmarkað við sjálfa sig og skjólstæðinga sína. Loks nefnir Trausti hina „samvirku fagmennsku“ sem aðhyllist hugmyndir um liðsheild og það að líta heildstætt á starf skólans þar sem samstarf og samvirkni skipti meginmáli. Sé vel að gáð má greina samhljóm hugmynda Trausta og einnig Furlong og félaga við þrískiptingu Shulman, sem lýst var hér á undan. Ósjálfstæða fagmanneskjan tekur fyrst og fremst mið af þeim markmiðum Sýn fimm grunnskólakennara á nám og kennslu í náttúruvísindum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.