Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 90

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 90
88 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 og inntaki sem á að kenna. Sjálfstæða fagmanneskjan metur aðstæður og hagar aðferðum og skipulagi eftir því, en samvirka fagmanneskjan hugsar um skólastarfið í víðara samhengi, hyggur að samábyrgð sinni með öðrum á heildarskipulagi. Rannsóknin Rannsóknarspurningin tekur til tveggja meginatriða, annars vegar hugmynda fimm náttúrufræðikennara um nám og kennslu og hins vegar hvers eðlis fagvitund þessara kennara reynist vera og hvaða sérstöðu náttúruvísindi hafa sem faggrein í því samhengi. Í niðurstöðum er því reynt að svara eftirfarandi meginspurningum: − Að hvaða marki taka kennararnir fimm mið af margbreytilegri stöðu, athöfnum og árangri nemenda (skyggðu flötunum í sjö-ramma-líkaninu) þegar þeir skipuleggja nám og kennslu sam kvæmt hinum ytri leðarljósum? − Hvernig birtist fagmennska og fagvit-und meðal viðmælenda þessarar rannsóknar og hver er sérstaða nátt-úruvísinda sem faggreinar í því tilliti, sbr. ábendingar Shulman og fleiri um fagþekkingu, kennslu faggreina og almenna þekkingu í uppeldis- og kennslufræði? Tekin voru viðtöl við fimm kennara, tvær konur og þrjá karla, sem starfa eða hafa starfað sem fagkennarar í náttúruvísindum á miðstigi og unglingastigi grunnskóla og einnig var fylgst með kennslu hjá þeim. Viðmælendur voru markvisst valdir, þ.e. vitað var að þeir höfðu sérþekkingu eða menntun sem kennarar í náttúruvísindum og einnig nokkra reynslu af slíkri kennslu. Fyrsti viðmælandinn var valinn því hann er vel þekktur fyrir athyglisvert skipulag náms og kennslu, hefur sérmenntun í kennslu náttúruvísinda og nemendur hans hafa náð góðum árangri í samræmdum prófum. Hann benti okkur á tvo næstu viðmælendur sem áhugaverða kennara og loks voru tveir til viðbótar valdir með tilliti til kyns, menntunar og breiðrar kennslureynslu, enda höfðu rannsakendur haft spurnir af þeim sem reyndum og framsæknum kennurum í náttúruvísindum. Fjórir kenndu einkum á unglingastigi og að hluta á miðstigi, en einn á miðstigi. Vinna við rannsóknina hófst í febrúar 2005 með gagnasöfnun. Um var að ræða hálfopin (semi-structured) viðtöl, u.þ.b. 60 mínútur hvert. Þættir í áðurnefndu kennslulíkani (1. mynd) voru uppistaða í spurningaramma en hvert viðtal hófst með lýsingu kennarans á dæmigerðri kennslustund sem henni eða honum þætti hafa tekist vel. Þannig vildum við fá í upphafi viðtals sýn hvers viðmælanda á hvað fælist í góðri kennslustund. Í spurningum var komið inn á heimanám og samræmd próf og í lokin var hugað að notkun upplýsingatækni í náttúrufræðikennslu. Markmiðið var að öðlast heildstæða mynd af aðstæðum hvers og eins þessara fimm kennara, Í kjölfar hvers viðtals var fylgst með einni kennslustund hjá viðkomandi kennara og reynt að skrá jafnóðum það helsta sem fram fór. Í lok hverrar vettvangsathugunar var rætt aftur við hvern og einn um mikilvæg atriði og spurningar sem vöknuðu eftir fyrra viðtalið og vettvangsathugunina. Viðtölin fóru öll fram í kennslustofum viðkomandi kennara. Þau voru hljóðrituð, afrituð og greind. Við greininguna var stuðst við eigindlega aðferð þar sem reynt er að túlka fyrirbæri út frá merkingu sem fólk leggur í þau. Túlkunarfræðileg nálgun er aðferð til að túlka texta og öðlast gilda eða réttmæta merkingu hans (sbr. Kvale, 1996); reynt er að finna í gögnunum mikilvægar túlkanir, prófa þær og endurskoða eftir því sem þörf krefst. Kvale talar þannig um túlkunarfræðilega greiningu sem hringferli (hermeneutical circle) sem gæti verið endalaust ef því væri að skipta (bls. 47). Niðurstöður Í niðurstöðum er í fyrsta lagi reynt að draga fram hvernig kennararnir fimm bregðast við margbreytilegri stöðu, athöfnum og árangri Sýn fimm grunnskólakennara á nám og kennslu í náttúruvísindum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.