Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 90
88
Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007
og inntaki sem á að kenna. Sjálfstæða
fagmanneskjan metur aðstæður og hagar
aðferðum og skipulagi eftir því, en samvirka
fagmanneskjan hugsar um skólastarfið í víðara
samhengi, hyggur að samábyrgð sinni með
öðrum á heildarskipulagi.
Rannsóknin
Rannsóknarspurningin tekur til tveggja
meginatriða, annars vegar hugmynda fimm
náttúrufræðikennara um nám og kennslu
og hins vegar hvers eðlis fagvitund þessara
kennara reynist vera og hvaða sérstöðu
náttúruvísindi hafa sem faggrein í því samhengi.
Í niðurstöðum er því reynt að svara eftirfarandi
meginspurningum:
− Að hvaða marki taka kennararnir
fimm mið af margbreytilegri stöðu,
athöfnum og árangri nemenda (skyggðu
flötunum í sjö-ramma-líkaninu) þegar
þeir skipuleggja nám og kennslu sam
kvæmt hinum ytri leðarljósum?
− Hvernig birtist fagmennska og
fagvit-und meðal viðmælenda þessarar
rannsóknar og hver er sérstaða
nátt-úruvísinda sem faggreinar í því
tilliti, sbr. ábendingar Shulman og fleiri
um fagþekkingu, kennslu faggreina
og almenna þekkingu í uppeldis- og
kennslufræði?
Tekin voru viðtöl við fimm kennara, tvær
konur og þrjá karla, sem starfa eða hafa starfað
sem fagkennarar í náttúruvísindum á miðstigi
og unglingastigi grunnskóla og einnig var
fylgst með kennslu hjá þeim. Viðmælendur
voru markvisst valdir, þ.e. vitað var að þeir
höfðu sérþekkingu eða menntun sem kennarar
í náttúruvísindum og einnig nokkra reynslu af
slíkri kennslu. Fyrsti viðmælandinn var valinn
því hann er vel þekktur fyrir athyglisvert
skipulag náms og kennslu, hefur sérmenntun í
kennslu náttúruvísinda og nemendur hans hafa
náð góðum árangri í samræmdum prófum.
Hann benti okkur á tvo næstu viðmælendur
sem áhugaverða kennara og loks voru tveir til
viðbótar valdir með tilliti til kyns, menntunar
og breiðrar kennslureynslu, enda höfðu
rannsakendur haft spurnir af þeim sem reyndum
og framsæknum kennurum í náttúruvísindum.
Fjórir kenndu einkum á unglingastigi og að
hluta á miðstigi, en einn á miðstigi.
Vinna við rannsóknina hófst í febrúar 2005
með gagnasöfnun. Um var að ræða hálfopin
(semi-structured) viðtöl, u.þ.b. 60 mínútur
hvert. Þættir í áðurnefndu kennslulíkani (1.
mynd) voru uppistaða í spurningaramma en
hvert viðtal hófst með lýsingu kennarans á
dæmigerðri kennslustund sem henni eða honum
þætti hafa tekist vel. Þannig vildum við fá í
upphafi viðtals sýn hvers viðmælanda á hvað
fælist í góðri kennslustund. Í spurningum var
komið inn á heimanám og samræmd próf og
í lokin var hugað að notkun upplýsingatækni í
náttúrufræðikennslu. Markmiðið var að öðlast
heildstæða mynd af aðstæðum hvers og eins
þessara fimm kennara,
Í kjölfar hvers viðtals var fylgst með einni
kennslustund hjá viðkomandi kennara og reynt
að skrá jafnóðum það helsta sem fram fór. Í
lok hverrar vettvangsathugunar var rætt aftur
við hvern og einn um mikilvæg atriði og
spurningar sem vöknuðu eftir fyrra viðtalið og
vettvangsathugunina.
Viðtölin fóru öll fram í kennslustofum
viðkomandi kennara. Þau voru hljóðrituð,
afrituð og greind. Við greininguna var stuðst
við eigindlega aðferð þar sem reynt er að túlka
fyrirbæri út frá merkingu sem fólk leggur í þau.
Túlkunarfræðileg nálgun er aðferð til að túlka
texta og öðlast gilda eða réttmæta merkingu
hans (sbr. Kvale, 1996); reynt er að finna í
gögnunum mikilvægar túlkanir, prófa þær og
endurskoða eftir því sem þörf krefst. Kvale
talar þannig um túlkunarfræðilega greiningu
sem hringferli (hermeneutical circle) sem gæti
verið endalaust ef því væri að skipta (bls. 47).
Niðurstöður
Í niðurstöðum er í fyrsta lagi reynt að draga
fram hvernig kennararnir fimm bregðast við
margbreytilegri stöðu, athöfnum og árangri
Sýn fimm grunnskólakennara á nám og kennslu í náttúruvísindum