Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 91

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 91
nemenda (sbr. skyggðu fletina í sjö-ramma- líkaninu) þegar þeir skipuleggja nám og kennslu. Í öðru lagi er fjallað um þá sérþekkingu og færni sem nýtist náttúruvísindakennurum, sbr. skrif Shulman og fleiri um nauðsynlega þekkingu og sýn faggreinakennara og um leið hvers eðlis fagvitund viðmælenda reynist vera. Notuð eru dulnefni þegar vísað er til ummæla og athafna viðmælenda. Skipulag náms og kennslu (sbr. sjö-ramma- líkanið) Saga kenndi eðlisfræði í 6. – 10. bekk þegar rannsóknin fór fram, en hafði áður kennt íslensku og stærðfræði á unglingastigi í fjölmörg ár. Fyrir u.þ.b. tíu árum tók hún viðbótarnám í eðlis- og efnafræði. Hún segist telja að nemendur læri best með því að framkvæma tilraunir sjálfir, en „því miður þá gera samræmdu prófin það að það er ekki hægt að láta þau gera tilraunirnar, sérstaklega af því við fórum í verkfall ... Við verðum að komast yfir textann, það er númer eitt.“ Þegar hún er spurð hvort hún hlusti eftir eigin hugmyndum nemenda og spyrji þá til að grennslast fyrir um hugmyndir og reynslu svarar hún því neitandi og segist ekki hafa lag á slíkum kennsluaðferðum. Aðalsteinn kenndi eðlisfræði og stærðfræði á unglingastigi þegar rannsóknin fór fram. Hann skipuleggur kennslu sína vandlega fram í tímann og lætur nemendur hafa sundurgreinda áætlun fyrir alla önnina. Allir nemendur fara yfir það sama í eðlisfræði, á sama tíma og á sama hraða, hvort sem þeir hafa hug á að þreyta samræmda prófið eða ekki. Dæmigerð kennslustund er þannig að Aðalsteinn byrjar á að merkja við hjá sér hverjir hafa unnið heimavinnuna sína, síðan ræðir hann um efni dagsins og „leggur inn“ eins og hann orðar það, framkvæmir e.t.v. sýnitilraun eða bregður upp stuttri verklegri æfingu, sem hann framkvæmir sjálfur; hann segist ekki hafa nemendatilraunir því þær séu gagnslitlar. Í kennslustundinni sem fylgst var með fjallaði Aðalsteinn um varmaflutning í 9. bekk. Nemendur virtust töluvert áhugasamir og athyglisverð umræða fór fram. En það kom fram bæði í viðtali við hann og einnig í vettvangsrannsókn að það eru kennsluathafnir hans sem skipta máli (óskyggðu fletirnir í líkaninu), síður námsathafnir nemenda (skyggðu fletirnir). Ólína sagðist ekki líta á sig sem fræðara eða boðara, það ýtti undir páfagaukalærdóm, heldur sem eins konar verkstjóra sem útvegaði tæki og tól og réttar aðstæður. Þegar vettvangsathugun fór fram unnu nemendur Ólínu (7. bekkur) verkefni á veggspjöld um fugla. Verkefnið fólst í að teikna, klippa og líma myndir af fuglunum, útbúa kort yfir ferðir þeirra eða skrifa texta með hjálp útprentaðrar heimildar af vef Náttúrufræðistofnunar. Þótt nemendur hefðu fengið talsvert svigrúm og sjálfstæði í þessari kennslustund virtist áhugahvöt ekki sterk. Útgefið námsefni og próf úr því vega töluvert hjá Ólínu. Á einum stað segir hún: „Það er voðalega þægilegt ef þú ert með bók og kennarahandbók og það er búið að ákveða allt fyrir þig hvað þú átt að gera.“ Á öðrum stað talar hún um þörf á beinni kennslu til að „koma fram nýjum hugtökum…þá þurfa að vera líka skilgreiningar og annað sem flokkast bara undir beina kennslu.“ Af svörum Ólínu má ráða að hin nemendamiðaða námskrá er henni hugleikin (skyggðu fletirnir). En athafnir hennar og skipulag benda til að hin námsgreina- eða kennaramiðaða námskrá sé að minnsta kosti ekki langt undan. Jakob, sem kenndi eðlisfræði og líffræði á unglingastigi þegar rannsóknin fór fram, kemst greinilega nokkru nær því að framkvæma og skipuleggja nám og kennslu í samræmi við hugmyndir um margbreytileika nemenda, stöðu þeirra og reynslu. Hann virtist t.d. mjög laginn við að fanga huga nemenda sinna með áhugaverðri samræðu, meðal annars með tengingu við efni tímaritsins Lifandi vísindi. Aðspurður um spjall sem færi út fyrir efnið sagðist hann hiklaust nýta slíka umræðu til frekara náms ef mögulegt væri og „…leyfa því að rúlla…Slíkar kennslustundir eru gulls ígildi, þá eru allir áhugasamir af því þetta er frá þeirra eigin brjósti. Ég myndi aldrei stoppa það því það er hægt að byggja Sýn fimm grunnskólakennara á nám og kennslu í náttúruvísindum 89
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.